Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 25
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23 að byggja upp skuttogaraflotann, að mönnum fannst allt í lagi að búa skip- in þessum litlu hraðgengu skrúfum, þótt það útheimti fyrir togarana meiri vélakraft. Útgerð okkar togara er alltof dýr til þess að við höfum efni á að fara í viðamiklar tilraunaveiðar. Við höfð- um reynslu annarra þjóða af veiðum á úthafskarfa. Þær tilraunir báru nógu skjótt það góðan árangur að við fórum ekki á hausinn með þetta, en það er meiri óvissa í tilraunaveiðum á búranum og langhalanum. Það er verulega slæmt að ríkisvald- ið skuli ekki ganga þarna betur fram fyrir skjöldu. Ríkið studdi svolítið við bakið á okkur í tilrauninni á út- hafskarfaveiðunum, lét okkur hafa 140 tonn af grálúðukvóta á skip það árið og það var styrkur að því. Olíu- félagið lét okkur hafa 500 þús. kr. olíustyrk á skip.“ Veiðileyfísgjald Það er náttúrlega gjaldtaka, sem útgerðin þolir ekki nú, nema þá að felld væru niður einhver önnur gjöld á móti,“ sagði Jón, og var sammála því að Einar Oddur hafi hitt naglann á höfuðið, sem sýnist árátta á hon- um, og þykir vondur sjúkdómur nú í stofnanamáli framámanna, þar sem þess er gætt að hitta alls ekki nagl- ann, nema þá til að beygja hann. Ein- ar á að hafa kallað framí ræðu ein- hvers veiðileyfisprófessors, sem sagði að það væri líklega ekki hægt að leggja þetta gjalda á fyrr en út- gerðin færi að bera sig. Þá gall við í Einari Oddi: „Þá þarf maður ekki að hugsa um það næstu 40 árin.“ Jón sagðist ekki viss um að Krötum væri nokkur alvara í þessu máli, það yrði til dæmis að breyta öllum kjarasamn- ingum. Við gætum ekki borgað veiðileyfisgjald án þess að þeim væri eitthvað breytt, og sættu sjómenn sig við að borga fyrir að fá að sækja sjó? Nokkur orð um eilífðarmálin „Kjaramálin eru náttúrlega alltaf í deiglunni, en skipshöfnin hefur gott upp fyrir mikla vinnu, hásetahlutur þetta á bilinu 250-450 þús. í mánað- artúr. Það er stöku sinnum að menn þurfa að standa frívaktir, en yfirleitt er fylgt vöktum 6 tímar á dekki og 6 í koju. Tólf tíma vinna á sólarhring alla daga vikunnar, verða 84 stundir á viku. Menn þreytast auðvitað á þessu og taka sér frí, það svarar til á mínum skipum, sem áður segir, að þá sé hálf önnur skipshöfn skráð á skipin yfir árið. 54 á skipunum en einn þriðji í landi á hverjum tíma. Kjörum er deilt með hlutaskiptum milli útgerðar og skipshafnar og hvor aðilinn um sig vill sjá hlut sinn sem mestan. Skipshöfnin tekur til sín 40% af því aflaverðmæti, sem er til skiptanna. Skipshöfninni finnstþetta sízt of mikið, og er auk þess óánægð með hlutdeildarkostnað af óskiptum afla, svo sem hlutdeild sína í olíu- kostnaði. Við sjáum hins vegar ekki glóru í því, að rándýrir togarar okkar búi við bátasamninga eins og nú er. Við borgum sömu prósentutölu af afla- verðmæti til mannskapsins og bát- arnir. Við erum þó með um 25 mill- jóna fjárfestingu á bak við hvern mann í skipshöfn, en á bátaflotanum er fjárfestingin mjög almennt 2 til 5 milljónir. Annars er ekkert nema allt þokkalegt af okkur að segja í Sjóla- stöðinni, Guðmundur sonur minn rekur fyrirtækið með mér, og við er- um með ágætis fólk bæði til sjós og lands. Auðvitað viljum við fá meiri kvóta og jafnframt í dýrari fiski, skip- in geta afkastað meiru en þau gera. Á Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. Alþýðusamband íslands Tímaritið Vinnan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.