Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 26
24
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Guðjón A. Kristjánsson:
STJÓRNUN FISKYEIÐA
Þau hagsmunasamtök, sem ég
er í forsvari fyrir, Farmanna-
og fiskimannasamband ís-
lands, hafa farið þess á leit að fram
fari rækileg úttekt og útfærsla sókn-
arstýriskerfis, byggðu á þeim grunn-
tillögum sem samþykktar voru á 35.
þingi FFSÍ sl. haust. Þessi málaleitan
styðst við það ákvæði í lögum um
stjórn fiskveiða, þar sem kveðið er á
um að fram skuli fara athugun á mis-
munandi kostum við stjórn fiskveiða.
FFSÍ lagði upp með eftirfarandi
stefnumótun á sl. hausti:
35. þing FFSI samþykkir að leggja
til sóknarstýringu við stjórn botnfisk-
veiða. ísamrœmi við V. kafla laga nr.
38/1990, um stjórn fiskveiða grein
VII. í ákvæði til bráðabirgða, sem
kveður á um að sjávarútvegsráðherra
skuli láta fara fram athugun á mis-
munandi kostum við stjórn fiskveiða
og með sérstöku tilliti til 1. gr. lag-
anna, um verndun, hagkvæma nýt-
ingu og að tryggja trausta atvinnu og
byggð í landinu, verði framkvæmd
fullnaðarskoðun á vel útfœrðri sókn-
arstýringu sem stjórnkerfi fyrir allar
botnfiskveiðar við Island.
Þessari samþykkt fylgdu eftirfar-
andi tillögur:
35. þing FFSÍ leggur til að eftirfar-
andi megin atriði verði höfð sem sam-
eiginlegar grundvallarreglur við út-
færslu á kostum sóknarstýringar við
stjórn fiskveiða, sem FFSI telur besta
kostinn til framtíðar.
1) Flotanum verði skipt upp í út-
gerðarflokka, sem síðan verði skipt
upp í undirflokka skipa með sam-
bærilega sóknarmöguleika. 2) Eigi
að endurnýja eða lengja (stœkka)
fiskiskip, þarftil þess úreldingu ann-
arraskipa. Tonnámótitonni. 3) Teg-
undaþak verði fundið fyrir hvern út-
gerðarflokk og undirflokka. 4) Sókn-
ardagafjöldi verði ákveðinn út frá
mögulegum heildarafla og veiðigetu.
5) Fjöldi sóknardaga getur verið mis-
Guðjón A. Kristjánsson.
jafn eftir tímabilum og veiðiaðferð-
um. 6) Fari einstök skip umfram á
einstökum tímabilum í þeim fiskteg-
undum sem hámark er á, fyrir það
tímabil sem ákveðið var, skerðist
hlutfallsprósenta viðkomandi skips á
nœsta tímabili. 7) Heildar aflaþakið
verði takmarkað með þorskígilda há-
marki. 8) Þær fisktegundir sem eru
ráðandi í viðkomandi útgerðar-
flokki, mynda hámarksþak í þorsk-
ígildum útgerðarflokksins. 9) Sér-
veiðiskip komi inn í viðkomandi út-
gerðarflokk með skertan
sóknardagafjölda, sem áætlaður er til
sérveiða. 10) Smábátar undir 6 tonn.
Krókaleyfisbátar takmarkist við nú-
verandi fjölda. Krókaleyfisbátar fái
aldrei kvótareynslu. Sóknarstýring
þeirra verði þannig: Róðrafjöldi
verði t. d. 180 dagar á ári að hámarki.
Bátar undir 6 tonnumfái ekki að róa í
des.-jan. Föst sókn telst í maí-júní-
júlí = 92 dagar. 11) Sannanlegar
frátafir vegna sjótjóna eða vélarbil-
anaumfram x daga mega fœrast milli
tímabila. 12) Komið verði á skilvirku
sóknardagatali.
Það varálit35. þingsins aðframan-
greint sóknarkerfi með hámarks- og
tegundaþaki leysi felast þau vanda-
mál sem samfara eru núverandi
kvótakerfi. Þar má fyrst nefna röskun
í jafnvægi byggðar og útgerðarhátta,
sem hlotist hafa af sölu á óveiddum
fiski í sjó.
Við endurskoðun laga um stjórn
fsikveiða, sem hófst árið 1988 og lauk
á árinu 1990, hafnaði FFSÍ núverandi
kvótakerfi og sendi frá sér eftirfar-
andi ályktun:
Stjórn Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands samþykkir ekki
frumvarp til nýrra laga um stjórnfisk-
veiða eins og það birtist í drögum
hinn 20. janúar 1990.
Helsta ástœða fyrir þessari afstöðu
FFSI, ersú að ífrumvarpsdrögunum
er gert ráð fyrir sölu á óveiddum fiski,
sem mun leiða af sér byggðaröskun,
misvægi milli einstakra útgerðar-
flokka, t. d. báta og togara og aukinn
tekjumun milli sjómanna. Þá vill
FFSI benda á það ósamrœmi í frum-
varpinu, og reyndar í gildandi lögum
um stjórn fsikveiða, sem fellst í því
ákvæði, sem segir að nytjastofnar á
íslandsmiðum séu sameign þjóðar-
innar á sama tíma og einstakir hand-
hafar veiðiréttar hafa umtalsverðar
tekjur afsölu á óveiddum fiski.
FFSI hefur algjörlega hafnað hug-
myndum um sölu á óveiddum fiski í
fyrri samþykkt hinn 28. nóvember
1989. ísömu samþykkt var jafnframt
bent á leiðir, sem gœtu dregið veru-
lega úr viðskiptum á óveiddum fiski.
FFSI harmar hversu lítil umfjöllun
hefur verið í ráðgjafarnefndinni um
þetta mikilvæga atriði í frumvarps-
drögunum og þá sérstaklega um þœr
afleiðingar, sem óheft sala á óveidd-
umfiski getur haft íför með sér, bœði
fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í
heild.
FFSI lýsir eindregnum vilja til að