Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 34
32
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
fyrir botni fjarðarins mögnuðu veð-
urofsann í þessari átt. Skipin lágu
eins grunnt og þau höfðu pláss til.
Edda lá eina 300 faðma frá landi
og lenti fljótlega í erfiðleikum með
nótabátana, sem héngu aftan í skip-
inu. Annar bátanna fylltist af sjó og
ekki um annað að ræða en sleppa
honum, þar sem hætta var á að tross-
an, sem hann var bundinn með, færi í
skrúfu skipsins. Það mátti ekki
verða, því að í verstu kviðunum varð
að nota fullt vélarafl til að keyra
framá legufærin, sem héldu ekki
skipinu án þess. Hið sama var um öll
skipin á firðinum, þau keyrðu fram á
legufærin þótt minna tækju á sig en
Edda, sem var mjög háreist á sjó,
hún var með stóra brú og borðhátt
skip, og enginn farmurinn, síld hafði
enn ekki veiðst í þessum túr. Eddan
var stærst skipanna, sem lágu á firð-
inum, annað en Snæfellið frá Akur-
eyri. Á sumum skipanna var gripið til
þess ráðs að brýna þeim í fjörunni
þegar sjór var fallinn út og þau gætu
þá losnað á flóðinu.
Þar sem að mörgu þurfti að fylgjast
með ofan dekks í þessum veðurofsa,
voru nokkrir af skipshöfninni á dekki
á Eddunni og skipstjórinn í brúnni,
en flestir skipverjar sváfu andvara-
lausir framí lúkar. Menn töldu sig
ekki í neinni lífshættu á svo stóru
skipi inni á firði, því að sjólaust var
þarna uppi í landsteinum í landátt-
inni.
Þegar keyrt er framá legufæri í fár-
viðri eins og þessu fádæma veðri, þá
getur það orðið, þegar vindstyrkleik-
inn dvínar milli hörðustu hviða, sem
gerist oft mjög snögglega, að skipið
fær of mikinn framdrátt og akkeris-
keðjan lendir aftur með síðu skips-
ins. Ef næsta hviða skellur á áður en
skipið hefur náð að rétta sig af og er
farið að hanga á ný í legufærunum, er
sú hættan, að því slái yfir akkeris-
keðjuna, sem þá liggur aftur með síð-
unni og hún lendi undir kjöl og haldi
skipinu föstu flötu fyrir vindinum og
skipinu hvolfi yfir keðjuna. Það var
einmitt þetta, sem gerðist, þegar
Eddan fórst á Grundarfirði klukkan
hálf fimm aðfaranótt hins sautjánda
nóvembers, 1953.
Ásg. Jak.
Saga Óskars Vigfússonar
„Ég svaf í bakborðskoju uppi aft-
ast í lúkarnum. Um nóttina vakna ég
við þvílíkt högg á síðu skipsins að
engu er líkara en keyrt hafi verið á
það af stóru skipi á fullri ferð, og
skipið kastast á hliðina og ég framúr
kojunni og yfir lúkarinn. Hallinn á
skipinu svo mikill að ég kom stand-
andi niður á kojustokkinn hjá félaga
mínum í neðri koju stjórnborðmegin
og af svo miklum krafti að ég braut
kojustokkinn. Það varð náttúrlega
öllum fyrir að forða sér upp úr lúk-
arnum umsvifalaust, augnablikið gat
skipt sköpum. Ég varð næstsíðastur
upp og þá var skipið að velta yfir.
Fáum mannanna vannst tími til að ná
sér í björgunarbelti, enda allt í einni
hrúgu í lúkarnum. Allir fórum við
fáklæddir upp eins og hver og einn
kom úr kojunni. Ég var í einni þunnri
skyrtu og þunnum taubuxum (Ga-
berdínbuxum) utanyfir nærbuxunum
og á sokkaleistunum. Mér tókst að
klifra yfir síldaruppstillingarnar á
dekkinu og uppá lunninguna í þeim
svifum að skipinu hvolfdi. Ég gat
skriðið upp byrðinginn og upp að
kjölnum. A skipinu var mjög þykkur
kjölur og ég náði að komast uppá
hann. Þá fann ég um leið og ég rétti
mig til að fara uppá kjölinn, hvað
veðrið var ofsalegt, það tætti utan af
mér skyrtuna um leið og ég stóð upp,
aðeins slitur eftir. Maður sá náttúr-
lega lítið frá sér í náttmyrkrinu og
særokinu, en þó grillti ég í nokkra
menn hjá mér bæði fyrir aftan og
framan mig á kjölnum, en ekki hvað
marga, nema að ég sá að fyrir framan
mig voru þrír menn, og einn þeirra 17
ára piltur, sem hafði veikst af lungna-
bólgu daginn áður og var með 40
stiga hita. Ég veit ekki, hvernig hann
hefur komizt á kjölinn. Hann náði
ekki að lifa slysið af.
Skömmu síðar verður mér litið aft-
ur eftir kjölnum og sé þar þá engan
mann. Þá segi ég við þann, sem var
næstur fyrir framan mig, það var
roskinn maður.
— Eru þeir allir farnir? og átti þá
við hvort þeir væru allir drukknaðir.
Meiri sjór gekk yfir aftara hluta kjal-
arins, þar sem skipið seig dýpra að
aftan.
Nei segir hann, þeir eru farnir í
bátinn.
— Eigum við ekki að fara í bátinn
líka, segi ég. En hann svarar:
— Nei hún flýtur, hún flýtur . . .“
Ég var ekki jafn viss og maðurinn
og rís upp til að fara aftur eftir kjöln-
um og þannig nær bátnum. Þegar ég
reis upp af kjölnum greip rokið mig
og ég fleygðist í sjóinn við skipssíð-
una. Ég var vel syndur og báturinn
var ekki nema eins og fjóra, fimm
faðma fyrir aftan skipið. Sjórinn var
eins og í suðupotti, það risu náttúr-
lega ekki háar öldur í aflandsvindi
þrjú hundruð faðma frá fjöruborði,
heldur var sjórinn eins og hringiða,
sjórinn skrúfaði sig, eins og gerist í
hvirfilvindi og ég var að sogast niður,
þegar ég greip í eitthvað, sem reynd-
ist vera lunning bátsins að framan,
hann var hálffullur af sjó og af því
lágur á borðið og ég náði því þarna
taki, en rokið tók mig aftur með
bátnum. Ég sleppti þó ekki takinu á
lunningunni, heldur rann höndin eft-
ir henni en stoppaði á gúmmíhlíf,
sem lunningin var klædd aftast. Þar
greip Guðjón skipstjóri í mig og
skutlaði eða velti mér innyfir borð-
stokkinn, en þá lenti ég með fótinn á
stýriskifanum og fann til mikils sárs-
auka undan höggi rétt fyrir ofan hné.
Sjór var svo mikill í bátnum, að
þegar ég veltist innyfir lunninguna og
inní skutinn, þá var ég á bólakafi í
sjó. Það varð fyrst fyrir þeim, sem
verkfærir voru að reyna að minnka
sjóinn í bátnum. Ekkert var um borð
til að ausa með, en nokkrir mann-
anna, þeir sem á dekki höfðu verið,
voru í stígvélum og með sjóhatta.
Menn jusu nú bátinn með stígvélum
og höttum, og það tókst að grynna
verulega á sjónum í bátnum, þótt
aldrei næðist að þurrausa hann.
Þegar ég reis uppúr skutnum, gat ég
ekki séð að neinn af félögum mínum
á kjölnum væru þar lengur, enda var
skipið að sökkva. Skipstjórinn gaf
skipun um að slaka á tauginni, sem
báturinn hékk í aftan í skipinu. Ég,
sem var aftur í skut sá ekki hvað
gerðist en það fór tvennum sögum af
því, hvort taugin hjóst í sundur þegar