Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 MARGREYNDUR TIL SJÓS OG LANDS órhallur Hálfdánarson er fæddur í Stykkishólmi 30. okt. 1916. Almanaksárin eru orðin mjög villandi heimild eins og margt annað í nútímanum. Þórhallur ber ekki utan á sér árafjöldann, enda er hann ekki til að státa sig af, þegar annar hvor maður í landinu er aldar- gamall, þeir sem ekki falla um fimmtugt, en Þórhallur var 30 ár til sjós og þeirra ára ætti að sjá stað en það er ekki. Þetta er ungur maður. Foreldrar Þórhalls voru hjónin Málmfríður Valentínusdóttir og Hálfdán Eiríksson. Móðurætt Þór- halls er breiðfirsk og vestfirsk. Málmfríður var systir Odds Valen- tínusarsonar hins þekkta Breiðfirð- ingakappa. Hálfdán er frá Djúpalæk í Norður Þingeyjarsýslu, en þann garð hefur Kristján frá Djúpalæk, bróðursonur Hálfdáns gert frægan. Þessi ætt er lang-þingeysk. Hálfdán hafði borist ungur til Stykkishólms með kaupmanni frá Vopnafirði sem settist þar að, þar stundaði Hálfdán sjósókn og verkamannavinnu. Þórhallur á sér fjölbreyttan starfs- feril bæði til sjós og lands og kann frá mörgu að segja. Hann byrjaði eftir fermingu að stunda sjó á trillum og smærri bátum, en síðan á línuveiðara og bátum syðra, en hann var mest á togurum á styrjaldarárunum. Eftir stríð gekk það mest svo til fyrir hon- um að hann var á síld á sumrin, fór síðan á togara á haustin fram að ver- tíð, að hann fór á bát og þá sem stýri- maður eða skipstjóri eftir að hann lauk við Stýrimannaskólann. Af þessu hátterni varð sjómanns- ferill Þórhalls fjölbreyttur og hann kynntist þekktustu skipstjórum tog- ara og bátaflotans á sinni tíð. Þór- hallur tók meira fiskimannaprófið 1949 og tók skólann á einum vetri, því hann hafði ekki efni á að vera tvo vetur. Hann las fyrri veturinn um borð í togaranum Bjarna riddara. Þórhallur var kominn með 6 manna fjölskyldu þegar þetta var. Það er Þórhallur Hálfdánarson. aldrei svo, þótt menn væru lítið við land að þeim gæfist ekki stund til að fjölga mannkyninu. Þórhallur var heppinn með konu, Guðmundu Halldórsdóttur frá Hnífsdal. Hún var þó ekki af hinu fræga Hnífsdals fiskimannakyni heldur annarra mik- illa kappa úr Inn-Djúpinu. Halldór faðir hennar var formaður í Hnífs- dal, en var innan úr Ögurnesi, sonur Auðuns á Svarthamri í Álftafirði. 'Mikið kappakyn það. Þórhallur hætti til sjós 1964 og lagði þá fyrir sig allmikið ólíkara starf en sjómennskuna. Hann gerðist forstöðumaður með konu sinni við unglingaheimilið í Breiðuvík og voru þau hjón við það starf í 8 ár. Þegar Þórhallur kom frá Breiðu- vík 1972 fór hann til Fiskmats ríkisins og var þar í rúmt 1 ár en gerðist þá starfsmaður Rannsóknanefndar Sjó- slysa og þar til að hann varð sjötugur, óferjandi lögum samkvæmt. En starfsferli Þórhalls karlsins var ekki lokið. Hann fann sér vettvang utan laga og réttar því hann gerðist sendi- sveinn í Sjávarútvegsráðuneytinu en hætti þar störfum 30. apríl 1991 og urðu þeir samferða úr húsinu hann og Halldór Ásgrímsson ráðherra þar sem ný ríkisstjórn tók við þann dag. Þórhallur hafði reist sér hús í Hafnarfirði 1945 og búið þar síðan, nema þau ár sem hann var í Breiðu- vík. Sem stýrimaður og skipstjóri hafði hann verið í félagi Skipstjóra- og Stýrimannafélaginu Kára og for- maður félagsins 1954-56. Árið 1974 varð Þórhallur fulltrúi félagsins í Sjómannadagsráði og kos- inn í stjórn 1983 sem varagjaldkeri, en varð aðalgjaldkeri ráðsins að Guðmundi H. Oddssyni látnum 1983 og hefur verið það síðan. Þórhallur leyfði Sjómannadags- blaðinu að birta nokkrar sögur og víkur þá aftur að sjómannsferli Þór- halls. Þórhallur var á togaranum Óla Garða og þaðan man hann sögu sem sýnir hversu oft stóð glöggt fyrir skip- um á stríðsárunum á veiðunum á Halamiðum og út af Vestfjörðum. Það mun hafa verið 25. nóv. 1940 að Bretarnir lögðu tundurdufl úti fyrir Vestfjörðum 4 sjóm. frá ströndinni allt frá Skaga í Dýrafirði og að Geir- ólfsnúpi við vestanverðan Húnaflóa. Þetta belti náði út yfir Halamiðin einkum Djúphalann. Nú var það í einum túrnum á Óla Garða að Baldvin Halldórsson skipstjóri bregður sér nokkru dýpra en al- mennt var togað um þessar mundir, yfirleitt ekki lengra út en að Djúpáls- haftinu eða svo, þótt þetta breyttist síðar svo sem segir í vísu Þorbjarnar Friðrikssonar á Júpíter: Ýtar sigla á ystu mið Ægis rista kuflinn Hættir að vera hræddir við Hala tundurduflin. Þórhalli segist svo frá: Ég var hleramaður við afturhler- ann og þegar við vorum að hífa í einu halinu, þá komst hlerinn ekki að síð- unni, og sá ég ekki betur en að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.