Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 38
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ væri stærðar grjóthnullungur á hler- anum, sem ylli því að hann féll ekki að skipshliðinni. Menn voru farnir að bíða eftir að hlerinn kæmist í gálg- ann og ég kallaði: „það er grjót á hleranum." Baldvin skipstjóri var kominn út á brúarvænginn að gæta að á hverju stæði, en hann áttaði sig fljótt og kallaði: „Það er tundurdufl á hleranum, slakið niður.“ Þá áttaði ég mig og hugði betur að, grannur vír lá yfir hleralásinn og sá ég hvert duflið við annað á strengnum alllangt nið- ur. Það var slakað á hleramörk og þá skipaði Baldvin að höggva á báða vírana og var það gert. Ekki man ég til að neinum af skips- höfninni brygði við þetta eða sýndu óttamerki meðan á þessu stóð. Ég held að við höfum bara verið svona vitlausir, að við höfðum ekki gert okkur grein fyrir hve lítið þurfti til að duflið springi. Þó er ekki gott að segja um það, menn báru ekki utan á sér hvað þeir hugsuðu. Það var held- ur fátítt að menn sýndu óttamerki þótt brugðist gæti stundum til beggja vona um lífshlaupið. Annað tundurdufl Ég lenti í öðru tundurduflaævin- týri ískyggilegu líka. Ég var þá á tog- aranum Bjarna riddara með Mar- teini Jónassyni. Við vorum að toga austur á Banka, sunnan við Hraunið. Það var tregfiski, einn og einn poki oftast, en svo er það í einu holinu að það sýnist sem pokinn sé nær tómur þegar hann var hífður inn, og þegar leyst var frá honum, þá reyndist hann aldeilis ekki tómur, það skall tundur- dufl á dekkið. Það sló þögn á mann- skapinn. Við stóðum þarna ráðalitlir kringum duflið. Það var blíðalogn, svo duflið hreyfðist ekkert þarna í pokapontinu, enda varð það okkar fyrsta verk að reyna að skorða það af, svo það færi ekki að velta til. Eftir miklar bollalengingar var ákveðið að hífa það fyrir borð með mastursgils og bómugils, var sett vírstroffa um hálsinn á duflinu og bómugílsinum lásað í hana, tógstroffa sett um háls- inn og mastursgilsinum húkkað í hana. Þegar allt var klárt lónaði Mar- teinn upp á háhraun þvf hann vildi ekki sleppa því á togslóð. Var híft í báða gilsa og þegar duflið var komið yfir lunninguna var skorið á tóg- stroffuna og slengdist duflið þá frá skipshliðinni og um leið var bómu- gilsinum sleppt og rann hann allur út, eins og til stóð. Þarna var fjöldi af færeyskum skipum á handfærum en létu allir reka því þetta var á föstu- daginn langa. Þeir voru fljótir að setja í gang og færa sig frá okkur, þegar þeir sáu hvað við vorum að aðhafast. Þegar Garðar fórst það var 18. maí 1943 að togarinn Garðar fór í siglingu á England og siglt var á austurströndina. Við sigld- um í samfloti með Júpiter og Gylli. Þegar við vorum komnir langleiðina suður undir Pentil, þá fengum við suðaustan rok á móti og þá gekk Júp- iter ekkert, hann var svo undirdrauj- uð sjókæfa þegar hann var hlaðinn. Þetta seinkaði ferð okkar og þegar við komum til Scrapstead til að klar- era eins og venja var, þá var svo álið- ið að við fengum ekki að halda áfram suðurúr um kvöldið og við lágum þarna um nóttina. Þegar við svo fór- um af stað um morguninn 21.maí var blindþreyfandi þoka, eins og hún getur svörtust orðið þokan við Eng- landsstrendur. Það sást ekki framá stefnið. Ég fór að stýrinu þegar við héldum af stað. Jens Jónsson var skipstjóri í þessum siglingartúr. Jens lét halda slóferð, þar sem ekki sást út úr augum. Júpiter og Gyllir héldu aftur á móti strax af stað á fullri ferð. Við lónum svo svona áfram og það voru tveir litlir skoskir togarar sitt hvoru megin við okkur og gáfu hljóð- merki. Þeir voru svo nálægt okkur að við heyrðum mál mannanna yfir til okkar, enda blanka logn. Svo lætur Jens beygja í stjórnborða til að kom- ast örugglega fyrir baujurnar, sem skipin áttu að sigla fyrir innan suður með ströndinni. Þá varð það, eins og hendi væri veifað að hljóðlaust renn- ir þetta líka litla skip 5400 tonn þvert á Garðar, og ferðin svo mikil að stefni skipsins gekk inní kolabox og inn í loftskeytaklefann sem var aftast í brúnni. Loftskeytamaður var Haukur Erlendsson og var hann í klefanum þegar slysið varð. Þegar við sjáum hvað verða vill skipar Jens okkur að björgunarbátunum. Björg- unarflekinn var fyrir aftan skorstein- inn og ég fór undir hann og var þar þegar áreksturinn varð. Þórður Sig- urðsson frá Hvassahrauni var stýri- maður, hann var að losa bönd uppi á flekanum. Við höggið kastaðist hann út á sjó, flaug eina 30—40 metra frá Garðari. Skipið sem á okkur keyrði, Miguel de Lorrenage hét það og var frá Liv- erpool tók Garðar með sér og barst skipið þannig að þar sem Þórður var í sjónum og gat hann gripið í flekann aftur. Ég komst aftur að bátunum og skar þá lausa, þeir flutu upp um leið og skipið sökk, því að davíðurnar voru útslegnar eins og venja var í Englandssiglingum. Þetta allt tók varla nema mínútuna þar til skipið var sokkið. Einn maður var í öðrum bátnum, en við vorum átta í hinum. Annar kyndarinn var niður í kola- boxum að lempa kolum þegar áreksturinn varð, en var svo heppinn að vera í stjórnborðskolaboxinu. Hann komst undan sjónum sem foss- aði inn, aftur á fýrplássið og þaðan upp í stigann en sjórinn á hæla hon- um og hann átti ekki annarra kosta völ en að henda sér í sjóinn og synda frá skipinu. Þetta var piltur um tvít- ugt. Stundum finnst manni það nú dálítið kaldranalegt af tilverunni, þegar svo verður að menn bjargast úr einu slysi nauðuglega og manni finnst að þeir hafi ekki verið feigir, en þessi piltur lést af slysförum í landi 3 mánuðum síðar. Jens skipstjóri bjargaði Hauki út úr loftskeytaklef- anum. Fyrir klefanum var eikar- rennihurð og hafði skorðast föst og Haukur komst ekki út. Jensi tókst að brjóta upp hurðina og þótti það hið mesta kraftaverk, því að hann hafði ekkert til þess nema skrokkinn á sér, og þetta varð að gerast á augnablik- inu. Við vorum um borð í enska skip- inu í 2-3 tíma meðan hugað var að því í þokunni hvort einhver hinna þriggja manna sem vantaði gætu verið á floti, en það reyndist ekki svo. Skosku togararnir, sem höfðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.