Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37 verið þarna rétt hjá höfðu stoppað þegar þeir heyrðu áreksturinn, annar þeirra bauðst til að flytja okkur til Aberdeen og vorum við fluttir um borð í hann. Það kom fyrir mig undarlegt atvik um borð í togaranum. Við sátum allir þröngt á bekk í miðri káetunni og ég sat næstur stiganum. Líklega hefur sigið á mig svefnhöfgi, nema ég segi allt í einu. „Færið ykkur til, hann Óskar er að koma niður stigann." Óskar var einn þeirra sem fórust. Siglt yílr fjöll Jón Gíslason og Sigurjón Einars- son áttu bátinn Fagraklett í smíðum á Akureyri þegar Garðar fórst og bát- urinn var tilbúinn til síldveiða síðla sumars og við fórum á það skip nokkrir af Garðari. Eftir áramótin 1943-1944 hófum við siglingar með fisk. Það var 1945 sem við lentum í ævintýralegu ferðalagi yfir fjöll og firnindi á Fagrakletti, þrauthlöðnum með 130 tonn af fiski. Við áttum að sigla til Fleetwood og vorum komnir niður í írska kanalinn þegar skeyti kom um að við skyldum landa í Aberdeen. Við vorum komnir all- langt niður með vesturströndinni þegar við fengum skeytið og það myndi taka drjúgan tíma, ekki minna en tvo sólarhringa að sigla norður eftir aftur, norður fyrir Skotland og suður með austurströndinni til Aber- deen: Jón Sæmundsson var skipstjóri en Ingólfur Þórðarson stýrimaður. Ingólfur varð síðar kennari við Stýri- mannaskólann. Eftir að þeir höfðu rýnt í kortið var ákveðið að fara um skipaskurð yfir Skotland og koma niður í Maríufjörðinn, sunnan við Pentil. Við komum að skipaskurðin- um seint á laugardagskvöld og náð- um ekki sambandi við nokkurn mann og morguninn eftir komumst við að því að ekki var unnið á sunnu- degi og urðum við því að bíða þarna í 30 tíma og snerist því ávinningurinn í sólarhrings tap. Þarna er útfyri mikið og um morguninn þegar við vöknum stóð Fagriklettur, með 130 tonn af fiski, á þurru á þremur steinum. Það voru einir 4-5 metrar frá kili og niður í sjó. Við flýttum okkur að setja á skipið stög uppá bryggju svo hann ylti ekki yfir frá bryggjunni. Þetta fór allt saman vel og lögðumst við út á höfn þegar báturinn flaut. Við héld- um af stað snemma á mánudags- morgunn og höfðum lóðs með okk- ur. Við höfðum engar spurnir af ís- lenskum skipum, sem höfðu farið þessa leið á undan okkur, en hins vegar vissum við að danskir snurvoð- arbátar fóru þessa leið ef þeir voru á veiðum fyrir vesturströndinni, en þeir voru allir minni og ristu grynnra en Fagriklettur fullhlaðinn af fiski. Fyrsti áfangi leiðarinnar var upp bratta fjallshlíð, skógivaxna. Við urðum að snúa sjálfir upp lokunum í stiganum á gangspili, líku og smábát- ar voru hífðir á heima. Mig minnir að það væru einar 14 lokur upp. Svo lauk brattanum, þá fór okkur að miða betur, en skipstjórinn, sem var óþolinmóður orðinn jók eitt sinn ferðina, en rétt í því komum við í beygju og keyrðum beint í skurð- bakkann, en það kom ekki að sök, skurðbakkinn var moldarveggur. Þennan fyrsta dag náðum við Loch Ness vatninu með skrímslinu fræga og lágum þar um nóttina. Það var þriggja tíma keyrsla yfir vatnið, en svo tóku við lokurnar niður. Nokkru eftir að við fórum af vatninu komum við að sandhól og frá honum brött sandskriða niður í skurðinn. Lóðsinn sagði okkur að við þennan sandhól væri grunnt og þá mátti finna að hann taldi tvísýnt að við slyppum yfir það haft, þar sem skip okkar risti svo djúpt jafnhlaðið og það var. Jón skip- stjóri dó ekki ráðalaus. Þegar við átt- um eftir um 1-2 sjóm., að umræddu sandhafti, hafði hann samband við vélstjórann sem var Elías Benedikt bróðir Helga Sæmundssonar rithöf- undar, og bað hann að setja á fulla ferð og gefa vélinni inn eins og hægt væri og vera viðbúinn að stoppa þegar hann hringdi niður. Jón bað lóðsinn að segja sér nákvæmlega hvar grunnið væri og gerði hann það og þá sló Jón á stopp. Við að stoppa svona snöggt lyftist báturinn og rann yfir sandhaftið á mikilli ferð. Eftir það gekk allt snurðulaust. Þó við töpuðum sólarhring í tíma hefði ég ekki viljað missa af þessari ferð, um- hverfið var svo fagurt á leiðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.