Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 SJÓSLYS OG DRUKKNANIR FRÁ 1. OKT. 1991TIL 8. APRÍL 1992 (skýrsla Slysavarnafélagsins) 1991: 1. október Lést Brynjólfur Lárusson, 38 ára, Hlíðarstræti 14 í Bolungarvík. Hann var á bát af gerðinni Sómi 800 og sigldi á nokkurri ferð á togar- ann Heiðrúnu frá Bolungavík á utan- verðu ísafjarðardjúpi. Báturinn brotnaði og sökk. Ekki hefur tekist að finna líkið af bátsverjanum, þrátt fyrir leit. Brynjólfur lætur eftir sig eigin- konu og stjúpson. 28. október Létust tveir menn, Bjarni Jó- hannsson, 29 ára, búsettur í Garði og Þórður Örn Karlsson, 32 ára, búsett- ur í Keflavík, er skólaskipinu Mími RE 3 hvolfdi í Hornafjarðarósi er þeir voru með sjóvinnunámskeið fyrir unglinga. Skipstjórinn Þórður Karlsson féll útbyrðis þegar bátnum hvolfdi en Bjarni Jóhannsson lokaðist inni í bátnum með 5 unglingsdrengjum, sem allir björguðust, þegar báturinn rétti sig af um 10 mín. seinna, komust piltarnir allir út og að landi, en lík Bjarna rak upp í fjöru skömmu seinna. Lík Þórðar fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. (Líkið fannst 12. nóv- ember). Bjarni lét eftir sig unnustu og 2 mán. barn og Þórður lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn. 22. nóvember Létust fimm menn er Eldhamar GK 13 strandaði við Hópsnes við Grindavík. Bátinn rak stjórnlaust að landi og virðist sem þung alda hafi fleytt skipinu upp í fjöruna þar sem það skorðaðist í gjótu og gengu mikl- ir sjóir yfir það. Einn maður komst lífs af, en hann náði að hanga á gúmmíbjörgunarbáti og honum skol- aði upp í fjöru. Björgunarsveitarmenn úr Þor- birni, Grindavík komu á vettvang. Brot hafði gengið yfir bátinn, áður en björgunarsveitarmönnum tókst að koma líflínu á milli og færðist bát- urinn við það austar og lenti fram- endi skipsins í gjótu. Skipverjar voru þá komnir aftur á skut. Er annað brot reið yfir bátinn fóru þrír skip- verjar fyrir borð og rak þá upp í fjör- una. Einn þeirra komst lífs af. Þyrla varnarliðsins fann síðan hina þrjá skipverjana og voru þeir þá látnir. Skipverjarnir voru allir í björgun- arflotgöllum og er það talið hafa bjargað lífi mannsins sem komst af. Þeir sem fórust voru: Árni Bernharð Kristinsson, 32 ára, skipstjóri, Glæsivöllum 5, Grindavík, lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Bjarni Guðbrandsson, 31 árs, vél- stjóri, Hólavöllum 11, Grindavík, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Sigurður Kári Pálmason, 27 ára, matsveinn, Selsvöllum 6, Grindavík, lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Hilmar Þór Davíðsson, 24 ára, vélavörður, Fagrahjalla 50, Kópa- vogi, lætur eftir sig eiginkonu og eina dóttur. Kristján Már Jósefsson, 25 ára, há- seti, Krabbastíg 2, Akureyri, ókvæntur og barnlaus. 4. desember Lést Stefán Hlynur Erlingsson, f. 16. júní 1968, Birkihlíð, Staðar- hreppi, Skagafirði, er hann féll milli skips og bryggju og drukknaði í Hornafjarðarhöfn. Engin vitni voru að slysinu en hann var á Sighvati GK 57 og kom ekki um borð á tilsettum tíma. Var þá skipulögð leit og fannst hann síð- an daginn eftir, þá látinn. Hann lætur eftir sig eitt barn. 1992: 23.janúar Lést brasilískur maður af þýskum togara, Gerd Schepers, er brotsjór reið yfir skipið, þegar það var statt úti fyrir Hafnarnesi í Þorlákshöfn. Manninn tók út af skipinu þegar brotsjór reið yfir skipið. Maðurinn var ekki í flotgalla. 22. febrúar Lést Þorvaldur Gíslason, Víkur- braut 11, Höfn í Hornafirði. Þorvald- ur var sjómaður af togaranum Haukafelli SF 11. Hann fórst þegar hann var að skera veiðarfæri úr skrúfunni á Heimaey VE um 9 mílur austur af Stokksnesi. Maðurinn var kafari, en óljóst er um tildrög slyssins. Þorvaldur lætur eftir sig konu og tvö börn. 23. febrúar Létust þrír menn er skip þeirra Krossanes SH 308 frá Grundarfirði sökk. Krossanes var skuttogari á veiðum á Halamiðum og var verið að hífa trollið inn þegar togarinn fór skyndilega á hliðina. Sökk hann ca. 5-7 mínútum eftir að skipverjar sendu út neyðarkall. Níu menn björguðust. Þeir sem létust voru: Gísli Árna- son, f. 3. mars 1930, Grundargötu 60 í Grundarfirði. Hann var faðir fjög- urra uppkominna barna. Hans Guðni Friðjónsson, f. 12. júní 1957, Eyrarvegi 5, Grundarfirði. Hann var tveggja barna faðir. Sigmundur Elísson, f. 18. apríl 1959, Grundargötu 4, Grundarfirði. Hann var kvæntur og faðir þriggja barna. 1. apríl Lést Árni Erling Sigmundsson, f. 1937, búsettur á Akranesi. Drukkn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.