Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 56
54
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
SJÓMANNADAGURINN í REYKJAVÍK1991
Heiðurskarlar Dagsins.
Sjómannadagurinn í Reykjavík
var lialdinn með hefðbundn-
um hætti þann 2. júní 1991.
Kl. 11:00 var minningarguðsþjón-
usta í Dómkirkjunni, þar sem sr.
Hjalti Guðmundsson minntist
drukknaðra sjómanna og þjónaði
fyrir altari.
Kl. 14:00 var útihátíðarsamkoma
sett við Reykjavíkurhöfn og var
Séra Hjalti minnist drukknaðra sjó-
manna.
Haraldur Holsvik var kynnir Dagsins.
kynnir dagsins Harald Holsvík,
framkvæmdastjóri Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar.
Ávörp fluttu: Þorsteinn Pálsson
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Eiríkur
Ólafsson fyrir hönd útgerðarmanna
og Hilmar Snorrason, skipstjóri fyrir
hönd sjómanna.
Guðmundur Hallvarðsson, vara-
formaður Sjómannadagsráðs heiðr-
aði aldraða sjómenn með heiðurs-
merki Sjómannadagsins, þá: Bjarna
Jónsson, vélstjóra, félaga í Vélstjóra-
félagi íslands, Boga Ólafsson, skip-
stjóra, félaga í Skipstjórafélagi Is-
lands, Harald Ágústsson, skipstjóra,
félaga í Skipstjórafélaginu Öldunni,
Jón Eiríksson, loftskeytamann, fé-
laga í Félagi íslenskra loftskeyta-
manna, Jón Kjartansson, sjómann,
félaga í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, Stefán Ólafsson, sjómann, félaga
í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þá
veitti hann Snorra Þór Guðmunds-
syni stýrimanni, afreksbjörgunar-
verðlaun Sjómannadagsins, fyrir að
bjarga Jóhanni Jónssyni, sem féll
fyrir borð á Dohrn-banka þann 13.
maí 1991.
Þá var Erlendi Jónssyni, skipstjóra
veittur farandbikar, sem Jóhann Páll
Símonarson hefur gefið fyrir góð ör-
yggismál um borð í skipi.
Að þessu sinni var ekki veitt viður-
kenning til fiskiskipa, að mati starfs-
manna Siglingamálastofnunar.
Þá var eftirtöldum skipum veitt
viðurkenningarskjal fyrir árvekni
varðandi öryggisbúnað: Skarfur
GK-666, Saxhamar SH-50, Páll
Helgi ÍS-142, Arnar HU-1, Börkur
NK-122, Sindri VE-60, Hafnarberg
RE-404.
Kappróður fór fram í Reykjavík-
urhöfn og var bæði keppt í karla- og
kvennasveitum. Félagar í björgunar-
sveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík
sýndu margvíslegan útbúnað sveitar-
innar á Reykjavíkurhöfn.
Á Hrafnistuheimilunum í Reykja-
vík og Hafnarfirði var kaffisala og
sala á handavinnu vistfólks og var
mjög góð aðsókn að báðum heimil-
unum.
Um kvöldið var sjómannahóf á
Hótel íslandi og voru gestir um 1000
og tókst sú skemmtun mjög vel í alla
staði.
Sjómannadagurinn þakkar öllum
þeim mörgu, sem stóðu að undirbún-
ingi og framkvæmd dagsins með mik-
illi prýði, fyrir vel unnin störf.