Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
59
MIKLAR HAMFARIR OG ERFIÐ FÆÐING
að var ekki lítið, sem gekk á
fyrir máttarvöldunum að búa
til Hafnarfjörð.
í sinni eigin sköpun gekk það svo
til fyrir hólmanum, sem fékk nafnið
ísland að á einu sínu aldursstigi var
yfir honum blágrýtishella, sem síðan
lagðist yfir ís, og ísinn bráðnaði og
hólminn varð blómum skreyttur, og
enn kom ísinn og lagðist yfir blómin,
en ísinn átti sér svarinn óvin. Hann
var eldurinn, sem braust um undir
blágrýtishellunum og ísnum eins og
tröll í fjötrum, og tók að sprengja
helluna og bræða ísinn og þá tók
hraunið að renna og hraunin kóln-
uðu í gjallhrúgur og hraunið rann í
sjó fram og það tóku að myndast
skagar útúr hólmanum og víkur inn í
hann.
Allt gekk þetta með miklum seina-
gangi, því að í þennan tíma var ekki
til mannskepnan, sem sífellt er að
flýta sér og mælir allan tíma í hænu-
fetum, sem hún kallar ár. Hún gefur
og öllu sín nöfn, þessi mannskepna.
Og þegar gjallhringarnir kólnuðu og
urðu blágrýtis- og móbergshrúgur
kallaði hún þau fjöll, og eitt fjallið
nefndi hún Vífilsfell, en skagann,
sem runnið hafði fram úr því fjalli
eða þeim fjallaklasa og storknaði í
hraunhellu, var gefið nafnið Roms-
hvalanes, og hefur það nafn trúlega
tekið til þess skaga alls, sem nú er
nefndur Reykjanesskagi.
Vífilfell var heitið eftir fóthvötum
náunga, sem bjó á Vífilsstöðum. Sá
hafði hlaupið eftir endilangri suður-
strönd hólmans í leit að framtíðar bú-
setursstað fyrir sinn húsbónda.
Kannski vilja Hafnfirðingar sem
minnst um þennan mann tala. Það
var nefnilega hann sem fann Reykja-
vík.
Vífill var svo fótfrár, að þegar
hann vildi róa til fiskjar, hljóp hann
frá bústað sínum uppá þetta fjall að
gá til veðurs áður en hann reri. Hann
rann þetta sem hind á sléttum velli,
þó á 700 metra bratta væri að sækja
og spottinn 10 km. eða svo í loftlínu.
Síðan hljóp hann til skips að róa eða
heim í rúm til kellu sinnar aftur.
Margt barnið hefur orðið til um ald-
irnar, þegar menn hættu við að róa.
I fyrrgreindum gauragangi í jarð-
skorpunni hafði Hafnarfjörður
myndast, af Hvaleyrarhöfða á annan
Hafnarfjörður á íslandsuppdrætti Gerhards Mercator árið 1554. Um Mercator þenn-
an er það að segja, að hann var uppi 1512-94, þýskur, og lagði grunninn að þeim
kortum, sem sjómenn sigla eftir. Mælingartækni skorti, og af því er Hafnarfjörður
dálítið vanskapaður.