Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 62
60
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Á niilli myndanna af bæ Þorsteins og þessarar eru tvær aldir rúmar, ekki er það nú meira.
veginn, en Álftanesinu á hinn veg-
inn, og varð hin mesta völundarsmíð
affirði.
Menn vita að vísu hvernig nafnið
Hvaleyri varð til. Þeirri eyri gaf nafn
hinn fyrsti fiskimaður hólmans, svo
ákafur til veiðanna, að hann gætti
ekki að afla heyja, og festist þessi
veiðiáhugi með þeim, sem fylgdu í
fótspor þessa náunga. Hann hafði í
hrakningum rekizt inn á hinn skjól-
góða fjörð og fundið þar hval rekinn
á eyri, sem hann gaf þá nafnið Hval-
eyri.
En þótt vitað sé gerla, hvernig
nafnið Hvaleyri er tilkomið veit eng-
inn hver gaf firðinum nafnið Hafnar-
fjörður, en fjörðurinn ber nafn sitt
með sóma, hann er lífhöfn í öllum
veðrum með góðri skipgengri rennu
inná öruggt skipalægi.
Það mun áreiðanlega rétt, sem
séra Árni Helgason segir að nafngift-
in hefir upphaflega átt við fjörðinn
milli Hraunsness og Melshöfða.
Það er ólíklegt að víkin eða reynd-
ar bara vogurinn milli Hvaleyrar-
höfða og Skerseyrar hefði verið köll-
uð fjörður, á tíma íslenzku nafngift-
arinnar. Það hefur gerzt hið sama
með Hafnarfjörð og Isafjörð. Kaup-
staðir tóku nöfn sín af fjörðum, sem
þeir stóðu við. ísafjörður var upphaf-
lega allur fjörðurinn milli Rits og
Stiga. Fjarðarnafnið festist á þessum
vog, þar sem kaupstaðurinn reis. Sig-
urður Skúlason segir að „gamlar
skoðanir séu lítils virði í þessu efni“.
Það er undarleg ályktun.
Nafninu bregður fyrir í Hauksbók-
arhandriti um 1300 í sambandi við
nafngift Flóka á Hvaleyri, en síðan
ekki fyrr en í annálum á 15du öld.
Heitið „Fjörðurinn“ er síðara tíma
heiti á Hafnarfirði í máli manna, og
einkum bæjarbúa sjálfra og Reykvík-
inga, og líklega eru engir landsmenn
í vafa um um við hvað sé átt þegar
sagt er að maður eigi heima í „Firðin-
um“, það á enginn fjörður nema
Hafnarfjörður.
Líkt og það tók tímann að búa til
Hafnarfjörð, reyndust seint búnir til
Gaflarar, enda umhugsunarefni.
Átti yfirleitt að búa til Krata. Það
varð að ráði til jafnvægis í náttúr-
unni. Það er bókstaflega ekkert vit-
að, hvort í þessum forláta firði var
nokkur sála búsett svo öldum skipti.
Hvaleyri er, sem fyrr er lýst, nefnd
í Landnámu, og því nafni bregður
fyrir, segir Sigurður Skúlason í sinni
Hafnarfjarðarsögu, þrisvar sinnum á
14du öld, og þá fyrst árið 1343 í sam-
bandi við skipsskaða. „Kristínarsúð-
in“ er sögð hafa brotnað við eyrina.
Þar næst í kirkjugerningi 1391 og 1394
er sagt í annál að norskt skip hafi
tekið þar land af hafi.
Nú er það ekki að efa að skipaferð-
ir hafa verið um fjörðinn frá fyrstu tíð
Dönsku verzlunarhúsin í Hafnarfirði 1772.