Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Síða 72
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Fjagramannafar og sexæringur. Einsmannsfar var kölluð kæna til aðgreiningar frá bátum. Einsmannsförin hafa verið af ýmissi gerð eftir efnum og ástæðum, sennilega mest flatbyttnur, en árabátslag var á tveggjamannaförum (skektum) og svo var um fjagramannaförin, sem mest voru notuð fram um 1840. Sexæringar voru kallaðir skip fyrir vestan en áttæringar fyrir sunnan. Gangspilin komu ekki fyrr en í lok 19du aldar. Skrínan er beituskrína og kúturinn drykkjarkútur (sýra). Sóknin var meiri í nærliggjandi byggðum, sem heyrðu undir Hafnar- fjarðarverzlun. Árið 1780 voru gerðir út frá Vatns- leysuströnd af heimamönnum 121 bátar, eingöngu 2ja mannaför. Á þeim flota reru 100 heimamenn, 78 Austanmnenn (úr Árness-Rangár- valla- og Skaftafellssýslu) 55 Sunn- lendingar (úr Kjósar- og Borgar- fjarðarsýslu) og 10 Norðlendingar. Auk þessa voru aðkomubátar: 1 fer- æringur og 63 2ja mannaför og á þeim réru 4 heimamenn, 34 Austan- menn, 82 Sunnlendingar og 10 Norð- lendingar. Ibúar í Kálfatjarnarsókn voru alls 362 og af þeim stunduðu 104 sjóinn og á útgerð heimamanna róa 143 að- komumenn, en á aðkomubátum 126 sjómenn. Sjómenn á vetrarvertíð þetta ár voru frá Vatnsleysuströnd og Vogum hafa þá alls verið 169 og fiskimannslífið mikið, þótt skipa- kostur væri ekki veglegur. Og frá Álftanesinu eða úr Bessa- staðasókn var mikil sókn, og þaðan sótt á 4ja og 2ja mannaförum og mest þeim síðartöldu. Allar þessar veiðistöðvar lögðu upp fisk sinn hjá Hafnarfjarðarkaup- mönnum. Og kaupmenn sendu kaupför sín, sem komu upp á vorin með varning, á veiðar meðan þau biðu eftir að lesta afurðirnar að hausti. Að langmestum hluta var fiskur- inn af húkkortunum og jögtunum verkaðar í landi í Hafnarfirði, en svo er að skilja að nokkuð væri um það að skipin sigldu beint á markað með tunnusaltaðan fisk. Um 86% var verkað í skreið, 8% klippfiskur, salt- fiskur þurrkaður með sama hætti og skreið, og 6% tunnusaltaður fiskur. Skipshafnirnar fermdu og affermdu húkkorturnar og jagtirnar, en vinn- una í landi hafa Hafnfirðingar og nærsveitamenn annazt. Á árunum 1774-83 var heildarút- flutningur fisks í Hafnarfjarðarhöfn 9657 skpd. eða 1545 tonn, en fiskút- flutningur landsins alls þessi sömu ár tæp 15000 tonn og Hafnarfjarðarhöfn því með 9-10 hluta fiskútflutnings landsmanna þennan áratug og því með fyllsta rétti sögð mesta fiskihöfn landsins. Sóknin á Vatnsleysuströndinni er dæmigerð fyrir það hvernig sóknin dróst saman eftir að Englendingar og Þjóðverjar höfðu stundað hér fisk- kaup og eigin útgerð á 15du og 16du öld og gefið hátt verð fyrir fisk. Við siðaskiptin 1550 sló konungur eign sinni á eigur klaustranna. Við- eyjarklaustur hafði þá átt og gert út á Vatnsleysuströnd: 1 tólfæring, 7 átt- æringa, 2 fjagra mannaför, 5 þriggja mannaför og 1 ferju. Þennan flota eða álíka hefir klaustrið gert út á „ensku öldinni“ og áfram á 16du öldinni, sem einnig var góð öld í fiskveiðum áður en ofan- nefndum þjóðum var meinaður allur kaupskapur og sjóróðrar hér við land og kóngurinn til dæmis gerði alla út- róðrarbáta Þjóðverja upptæka, sem fyrr er sagt frá. Fyrir landi voru sem sagt á 15du og 16du öld tólfæringar, teinæringar, áttæringar og sexæringar. Þessi floti var sem sé allur horfinn þegar kemur Vélbátur af fyrstu gerð, eftir að farið var að dekka þá. Þeir voru allir skarsúðaðir. Engar myndir eru til af vélbátum þeim, sem Norðmennirnir reru frá Hafnarfirði eftir aldamótin, en trúlega hafa þeir verið áþekkir þessum báti. Dönsku bátarnir fyrstu, sem hingað komu voru skarsúðaðir, og þeir alfyrstu opnir bátar, enda voru fyrstu vélarnar hérlendis settar í sexæringa vestra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.