Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75 gengt að þeir átu (það er rangt að nota orðið „borðuðu“ á þessum tíma. Menn mötuðust ekki við borð) — ekki neitt fyrr en að lokinni sjó- ferð að kvöldi, þegar þeir voru búnir að gera að afla sínum. Þessi var 18du aldar kostur manna við sjávarsíðuna. Maður horast við lesturinn. Þetta matarræði gæti bjargað þjóðinni nú frá kransæðastíflu og skuldum og framfærsluvísitalan lagast. Á tíma konungsútgerðar varð Hafnarfjörður á ný stærsta fiskhöfn landsins og réði því jagtaútgerðin og mikil sókn í veiðistöðunum sem lágu að Hafnarfirði. Hafnarfjörður taldist til Garða- sóknar, og landfræðilegu skilin ekki alltaf glögg í því, hvað menn áttu við með Hafnarfirði. Á elztu kortum er fjörðurinn mið- aður landfræðilega við Fiskaklett, en síðar við Hliðsnes, en að búsetu til var Langeyri, talið vestasta býlið í Hafnarfirði og þar tæki Garðahverfi við. í sóknarlýsingunum, sem hér fylgja er um alla Garðasókn að ræða. „Árið 1780 voru 32 býli í Garða- kirkjusókn. Átti konungur 11 þeirra, Garðakirkja 19, en tvö voru í bænda- eign. Öll þessi býli áttu land að Hafn- arfirði, nema 2. Á býlunum bjuggu samtals 41 ábúandi, (að sýslumanni, presti og kaupmanni meðtöldum), 14 grashús- menn og 34 þurrabúðarmenn. Áður fyrri höfðu verið þarna 45 bændur og grashúsmenn og 6 þurrabúðarmenn, en auk þess 9 sjóbúðir, er tilheyrðu íbúðum Kjósar- og Árnessýslu. Voru þær ekki byggðar nema á vetrarver- tíð. Árið 1780 var þannig 38 fjöl- skyldum fleira í Garðasókn en áður hafði verið (þar af 10 bænda- og gras- húsmanna — og 28 þurrabúðarfjöl- skyldur), en verbúðirnar 9 voru ekki lengur við lýði. Árið 1780 var fiskað í Garðasókn á bátum sóknarmanna eingöngu, og gengu þá þaðan 5 fjögra mannaför og 62 tveggja mannaför. Voru á þessum bátum 102 menn úr Garðasókn, 13 Austanmenn, 21 maður af Suður- nesjum og 1 Norðlendingur. Alls námu aflabrögð sóknarmanna 19.822 fiskum og urðu þar af 110 skpd., 2 lpd. og 7 1/9 pd. af harðfiski. Auk þessa voru á 8 fiskijögtum, sem verzlunin í Hafnarfirði átti, 30 menn úr Garðasókn, 11 Austan- menn, 6 Suðurnesjamenn og 8 Norð- lendingar, eða samtals 55 menn. Ekki var Skúla Magnússyni kunnugt um, hve mikið þessar 8 fiskijagtir öfl- uðu á vetrarvertíðinni 1780, enda höfðu hásetar á þeim ákveðið viku- kaup, en voru ekki ráðnir uppá hlut. Um þessar mundir var á vetrarvertíð einatt róið úr Hafnarfirði suður und- ir Vogarstapa og veitt þar bæði á öngla og net“. Vond var einokun en verra ísland Móðuharðindin 1783-86 voru harkalegasta aðför, sem ísland gerði að íbúum sínum og hafði þó marga tilraunina gert til að fyrirkoma þeim, en nú skildi gengið til bols og höfuðs á þessum lýð, sem raskað hafði friði landsins í úthafinu. Fyrst gusu upp ógurlegir eldar og það lagðist ban- væn móða yfir landið, sem eyddi gróðri og drap sauðfé og felldi fólk. Ekki þótti landvættunum nóg að gert og bættu í 1784 kröftugum jarð- skjálftum, en ekkert dugði á þetta undarlega fólk, þó litlu munaði. Engin ættjarðarljóð voru ort á þessum tíma, enda nýbúið að gefa þjóðinni: „Island ögrum skorið, ég vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig.“ 20% þjóðarinnar (10 þús. manns) féll í þessum hamförum landsins. 53% nautgripa (11 !4 þús.), 82% sauðfé (190 þús.) og 77% hrossa (28 þús.). Fólk flosnaði upp unnvörpum í þessum ósköpum og fór á vergang og leitaði að sjónum, en það mátti heita jafn bjargarlaust þar. Það vantaði bæði fleytuna og farið. Þó var í slík- um harðærum að fiskurinn fékk nafnið „bjargræðið“. Einokun kvödd í Hafnarfirði Sigurður Skúlason kveður Kon- ungsverzlun með þessum orðum: „Með þessum hætti varð Hafnar- fjörður mesta fiskihöfn íslands í lok einokunartímabilsins. Hafngæði og lega fjarðarins gerðu hann enn á ný að þýðingarmestu verzlunar- og fiskistöð landsins. Á uppdrætti af firðinum, sem gerður var um þessar mundir, sjást auk verzlunarhúsanna í Akurgerði, verzlunarhúsið á Lang- eyri, íbúðarhús stýrimanna og geymsluhús (Fiske Jagternes Huus) á Hvaleyri. í Hvaleyrartjörn lágu fiskijaktirnar að vetrarlagi, en aðal- saltfiskverkunin fór fram á Langeyri, norðan fjarðarins. Þar lögðust fiski- húkkorturnar fyrir akkerum, meðan skipað var upp úr þeim, en ekki máttu þær liggja utar en svo, að Keili bæri beint yfir Hvaleyrarhöfða, vegna grýtts sjávarbotns132). Því miður er talið, að fáir íslend- ingar hafi notað sér tilboð stjórnar- innar, og ráðizt á fiskiskip konungs, eins og til var ætlazt. Og ekki höfðu landsmenn dug í sér til þess, að festa sjálfir kaup á þessum skipum, er kon- ungur hætti verzlun og útgerð hér á landi árið 1787, enda þótt þeir ætti kost á því og 10 rd. fiskveiðaverð- launum fyrir hverja lest í skipi væri heitið framvegis, eins og áður hafði verið. En í þessu sambandi verður að hafa það hugfast, hve óvanir íslend- ingar voru sjálfstæðri framtakssemi, og hve verzlunarólagið hafði stuðlað að því að gera þá að fákænum öreiga- lýð. Það mun heldur ekki hafa verið hvetjandi í þessu efni, að þilskip eitt (Örninn ungi), er þeir Thodal stift- amtmaður og Ólafur amtmaður Stef- ánsson höfðu ætlað að gera út til fisk- veiða með íslenzkum hásetum hafði fúnað niður í „Hafnarfirði". Þeim hafði ekki tekizt að manna skipið ís- lendingunum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.