Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77 ódýrt, enda húsin úr sér gengin. Fljótlega tók Bjarni að gerast um- svifamikill í Firðinum. Árið 1804 keypti Bjarni bæði Hval- eyri og Akurgerði og 1816 keypti hann Ofriðarstaði og átti þá orðið verzlunarlóðirnar við fjörðinn nema Flensborg. Það varð skjótt aðal áhugamál Bjarna að efla fiskveiðar í Hafnar- firði og í því skyni taldi hann nauð- synlegt að hafa jagtir fyrir landi. Bjarni prófaði sig áfram með útgerð sína. Hann keypti sér fyrst eina jagt, og lánaðist hún vel og réðst þá í það nývirki hérlendis að láta smíða sér í Hafnarfirði litla jagt, sem hljóp af stokkunum 1803, og átti skipið að vera bæði til veiða og flutninga. Yfirleitt voru jagtir þessa tíma mjög litlar, til dæmis hinar dönsku jagtir Konungsverzlunarinnar 15-20 tonn. Havnefjord-Pröven var sögð vera 8lÁ lest, verzlunarlest, og þá 2 tonn í lest, og svaraði til 16-17 tonna báts nú, og kemur það heim og saman við málin, 18 álnir og 7 þumlungar á breidd og 2 álnir og 12 þumlungar á dýpt. Bjarni Sívertsen lét ekki við þetta staðar numið í útgerð sinni og kaup- skap þeim, sem henni fylgdi, og smíðin á Havnefjords-Pröven varð upphaf að stærri skipasmíði en þekktist hérlendis og varð langt að bíða álíka framkvæmda í þeirri iðn, og ekki önnur dæmi þekkt fyrr um smíði skúta, en smíði séra Páls í Sel- árdal á duggu sinni um 1650 og Dugga Eyvindar 1746. Bjarni mun hafa látið smíða all- mörg skip í smíðastöð sinni, og urðu framtakssamir útvegsbændur á Vatnsleysuströnd til að feta í fótspor Bjarna og smíða sér jagtir. Þá jókst og stórbættist árabátasmíði nærliggj- andi útvegsbyggðarlaga og sá floti úr sér genginn endurnýjaðist. Hlaut Bjarni lof manna fyrir framkvæmda- semi sína á þessu sviði svo sem á mörgum öðrum á sínum ferli, því að hann var ekki aðeins Hafnarfirði og nágrenni hans hinn þarfasti maður, heldur allri þjóð sinni. Bjarni mun hafa átt ein 10 skip, sem hann notaði bæði til fiskveiða og flutninga. Flest voru þau um 20 tonn og þessi skip sigldu á Danmörk með fisk, en vitað er um ein þrjú stærri skip, eitt 64 tonn, og annað, sem kallað var briggskip, og enn annað sem var gallías, og þessi skip þá verið allstór, þar eð þau lét Bjarni sigla með fiskfarma til Spánar og hafði það ekki gert annar íslendingur á undan honum en Ólafur Thorlacius á Bfldudal. En jafnt og Bjarni hlaut mikla frægð sem framkvæmdamaður, er hans ekki síður minnst í landssög- unni fyrir framgöngu hans, í því hættuástandi, sem myndaðist í land- inu á tíma Napoleonsstyrjaldarinnar, en þá horfði svo um tíma að ísland yrði bjargarlaust. Englendingar her- tóku þá íslenzk kaupför. Bjarni Sí- vertsen var á einu þessara íslands- fara á leið til Danmerkur þegar skip- ið var hertekið í Norðursjó, og Bjarni, og með honum Magnús Step- hensen konferenzráð. Magnús fékk að halda áfram til Kaupmannahafn- ar, en Bjarni var kyrrsettur í Leith. Magnús skrifaði íslandsvininum Jos- eph Banks um vandræði Islendinga og gekk Banks í málið, en Bjarni er sagður hafa fylgt máli okkar íslend- inga fast eftir og unnið að því að öll Islandskaupför yrðu látin laus, og ekki aðeins hans eigin. Má um þetta lesa víða í almennri íslandssögu og góðri samantekt í sögu Hafnarfjarð- ar hinni fyrri. Eins og að líkum lætur jókst vegur Hafnarfjarðar í allan máta á tíma Bjarna, en hann lézt 1833 í Kaup- mannahöfn, þar sem hann var bú- settur síðustu árin. Þegar Wolf kaup- maður félagi Bjarna var látinn var Bjarni oft í Kaupmannahöfn á vetr- um og flutti þangað alfarinn 1832 og þar er hann jarðsettur. Rannveig kona Bjarna lézt á ní- ræðisaldri, 1825, og er sagt að verzl- un Bjarna hafi gengið saman eftir það, enda fylgdi búskipti. Bjarni og Rannveig áttu tvö börn, dótturina Járngerði, sem giftist H.W. Koef- oed, sýslumanni, en hann varð síðar embættismaður í Noregi og lést Járn- gerður þar. Sonur Bjarna og Rann- veigar var Sigurður kaupmaður sem rak Reykjavíkurverzlun Bjarna. Sig- urður var kvæntur Guðrúnu, systur Helga biskups Thordarsen. Þeirra sonur var Pétur Fjeldsted, bóndi, faðir Sigurðar P. Sívertsens, vígslu- biskups. 1831 kvæntist Bjarni danskri konu, sem hann hafði áður átt með stúlku- barn. Hafnfirðingar hafa átt margan skörunginn, en líklega vilja þeir nefna Bjarna Sívertsen fyrstan og frægastan. Hraunkarginn argi í Hafnarfjarðarsögu sinni, þar sem segir af skútugerð Bjarna bls. 274, tekur Sigurður það upp eftir Klem- enz Jónssyni í Reykjavíkursögu lians, að á Vestfjörðum hafi skútuút- vegur ekki hafizt fyrr en á árinu 1840, en rétt er, að þar hófst sá útvegur mjög í sama mund og Bjarna í Hafn- arfirði og þar voru margar litlar skút- ur eða 18-20 um 1840. En þótt svo væri eins og Espolin segir, að Bjarni „var beztur kaup- maður þar syðra og þeir Flensborg- ararnir í Hafnarfirði lengi síðar. Reykjavíkurkaupmenn voru flestir vesælingar og komu með litla vöru en eyddu skjótt mikilli“, þá náði Hafn- arfjörður ekki að rétta svo sinn hlut að dygði til að stjórnvöld veldu hann sem aðalverzlunarstorð landsins. Árið 1836, voru fyrrnefnd kaup- staðarréttindi tekin af öllum kaup- stöðunum nema Reykjavík, og þar með var hlutur Reykjavíkur festur í sessi sem höfuðverzlunarstaður landsins. Það átti ekki af Hafnarfirði að ganga, að ráðamenn hefðu litla trú á staðnum sem framtíðar verzlunar- stað. Árið 1850 hafði danska innanríkis- ráðuneytið spurzt fyrir um það hjá stiftamtmanninum hvort Hafnar- fjörður ætti að telja til þeirra hafna, sem væru hentugar til að vera meiri- háttar verzlunarstaðir, þar sem kaupskip gætu lagzt svo, að vörum yrði skipað upp. Stiftamtmaðurinn snéri sér til sýslumanns Gullbringu- og Kjósar- sýslu og fól honum að gefa svarið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.