Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 80
78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ f stuttu máli sagt taldi sýslumaður allt úr um Hafnarfjörð, sem gerlegt væri að byggja upp sem stóra verzl- unarhöfn. Byggingarsvæðið í Hafn- arfirði væri orðið svo þröngt að eins og sakir stæðu væri naumast hægt að reisa þar sæmileg verzlunarhús, hvað þá heldur mörg. Verzlanir þær, sem fyrir eru á staðnum geti ekki látið neitt af sínum lóðum. Ekki sé hægt að knýja Knudtzon stórkaupmann til að láta neitt af sínu landi, sem hann eigi með fullum rétti og samkvæmt eldri ályktun. (Hér mun átt við Ak- urgerði, eða landið vestan við fjörð- inn). Hamarskot mátti heita full- byggt, þar stæðu tvær verzlanir og búið að úthluta lóð fyrir þriðju verzl- unina. í Hamarskotslandi sé því ekki lengur um neina verzlunarlóð að ræða sem geti náð til sjávar, svo sem sjálfgert sé að verði að vera. í Ófrið- arstaðalandi sé óbyggð landræma meðfram sjónum, að vísu mætti reisa þar nokkrar byggingar eða tvær verzlanir, en slíkt yrði kostnaðar- samt, þar sem landið væri lágt, og verja yrði húsin fyrir sjógangi og ofan við þessa landræmu væri mýri. Loks er það að norðan við verzlunarstað- inn nái hraunið „svo gersamlega nið- ur að sjó, að þar er ekki um neinar byggingarlóðir að ræða“. Sýslumaður sagðist af þessu ekki sjá að verzlunarstaðurinn í Hafnar- firði verði stækkaður að neinum mun (Hann ætti að sjá hann nú) þar sem nálega allt það svæði, sem þar er byggilegt er þegar numið. Því verði að álykta að engin þörf sé að útnefna byggingarnefnd á þessum stað. Ekki taldi sýslumaður heldur nokkra von til þess, að Hafnarfjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi „bæði vegna skorts á byggingalóðum og bakhjarli (Opland) og vegna þess hve Reykja- vík sé nálæg“. Þótt sýslumaður, Þórður Jónsson, teldi þannig allt úr um Hafnarfjörð, sem framtíðar stórkaupstað, eygði hann annan framtíðar möguleika staðnum til handa. Hann sá Hafnar- fjörð fyrir sér sem mikilvæga hleðslu- og affermingarhöfn verzlananna í Reykjavík, og muni kaupmenn í Reykjavík gera út fiskiskip sín í Hafnarfirði, og þar muni þeir láta verka fisk sinn til útflutnings. Þar muni þeir hafa salt og alla útgerðar- vöru, og af þessu verða talsverð verzlun í Firðinum og margvísleg starfsemi. Þórður segist einnig vænta þess, að síldveiði verði rekin í Friðinum, það muni ákjósanlegt. Þá segir og sýslu- maður að fólki muni fjölga í Hafnar- firði vegna aukinna jagtaveiða að sumrinu og veita þá mikla fiskvinnu og sé það komið á góðan rekspöl, og hafi byggð aukizt og fólki fjölgað í nágrenni Fjarðarins, enda sé þar gott til fiskveiða. Þá vill Þórður að sýslu- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu sé búsettur f Hafnarfirði „sökum fjöl- mennis“, sé þar orðin þörf í sýslu- manni, ogmestverkefnin. „Þéttbýli í Hafnarfirði, Vatnsleysuströnd og Keflavík orsaki iðulega illdeilur og ósamlyndi. í því sambandi megi ekki gleyma drykkjuskap alþýðu á þess- um slóðum“. Knudtzonstímabilið „Árið 1835 keypti Peter Christian Kudtzon, stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn allar fasteignir af dánar- búi Bjarna Sívertsen í Akurgerðis- landi á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir 3900 rd. í reiðu silfri. í þessum kaupum var innifalið: Jörðin Akurgerði og henni fylgdi íbúðarhús, eitt verzlunarhús, tvö geymsluhús, ásamt innanstokks- munum, skipakví, þriðjungur af tveimur saltgeymsluhúsum á Álfta- nesi, helmingur af saltgeymsluhúsi í Þorlákshöfn ásamt innanstokksmun- um, og útistandandi skuldir verzlun- ar Bjarna hér á landi en þær námu 1827 rd. 70 sk.“ Ekkert er hér nefnt um skip Bjarna. Knudtzon þessi var merkiskarl. Hann var Suður-Jóti að föðurætt og ólst þar upp, en hafði fæðst í Krist- jánssundi í Noregi, þar sem faðir hans var kaupmaður. Sextán ára gamall fékk Knudtzon vinnu í Kaup- mannahöfn og var orðinn þar stór- kaupmaður 21 árs, og varð af sinni miklu atorku með hinum þekktustu kaupmönnum í Danmörk og um rniðja 19du öldina var verzlun hans orðin ein af þeim stærstu þar í landi. Árið 1910 kvæntist Knudtzon dóttur Jes Thomsens frá Nordborg á Als, en sá Thomsen rak Nordborgarverzlun í Reykjavík og hana eignaðist Knudt- zon 1815 eftir þennan tengdaföður sinn. Knudtzon efldi fljótlega verzl- unarreksturinn, kom á fót annarri verzlun og átti hlut í þeirri þriðju, og sáu menn ekki fram á annað en Knudtzon stefndi að því að gerast einvaldur í verzlun í Reykjavík, og er leitt getum að því í Sögu Hafnar- fjarðar að þessi umsvif Knudtzons hafi leitt til þess að gefin var út til- skipun 1841, þar sem kaupmönnum er bannað að hafa útsölu á fleirum en einum stað í sama verzlunarstað. Allt er nú þetta nokkuð undarlegt, því að ekki voru nema 900 manns í Reykjavík 1841, og ekki sýnzt ástæða til margra útsölustaða sama kaup- manns, byggðin öll í Kvosinni. En hvað sem um það var, þá lét Knudt- zon sér hægara í umsvifum í Reykja- vík eftir þessa tilskipan eða kóngs- bréf, enda hafði Knudtzon þegar þetta var feitara stykki að gera sér mat úr, þar sem var verzlun hans í mestu fiskhöfn landsins Hafnarfirði. Á tíma Konungsverzlunar síðari varð Akurgerði verzlunarsvæði Fjarðarins. Þar voru þá reist mikil verzlunarhús og þar var fiskverkun- arsvæði út við Langeyri. Með Akurgerðislandi fékk Knudt- zon aðstöðu til að verða stærstur kaupmanna í Hafnarfirði og það varð hann. Verzlun hans varð stærsta verzlun í Firðinum allt fram til alda- móta nítján hundruð, eða í 65 ár. Árið 1847 keypti Knudtzon einnig verzlun í Keflavík og átti þá orðið verzlanir á öllum þremur verzlunar- stöðum við Faxaflóa, sem jafnframt voru fiskhafnirnar og sláturhafnir. Svo er sagt að Knudtzon hafi verið óragur við að taka áhættu í rekstri sínum og nefnt um það dæmi, að hann keypti Krísuvík til að reka þar brennisteinsnámu, en sú framkvæmd rann útí sandinn. Það var Knudtzon, sem 1834 stofn- aði fyrsta brauðgerðarhús í Reykja- vík og réði að því Daniel Bernhöft. Sagt er að um tíma hafi Knudtzon staðið höllum fæti fjárhagslega í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.