Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 81

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 81
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 79 rekstri sínum, en hafi tekizt að rétta hann af og dáið auðugur maður 1864. Knudtzon lagði náttúrlega mikla áherslu á fiskveiðar og er talið að hann hafi haft sjö jagtir fyrir landi í Hafnarfirði. Knudtzonsverzlun í Hafnarfirði var ein af stærstu verzlunum landsins um miðbik aldarinnar og samt þrífast með henni í Firðinum fjórar til sjö verzlanir aðrar og sumar all-stórar, svo sem Linnest-verzlun. „Enginn, sem býr í þessum höndlunarstað hef- ur grasnyt. Tómthúsum fjölgar og nöfnin breytast þegar nýir íbúar koma“, segir séra Árni. Hér mun lík- lega átt við Akurgerðisland, þar sem verzlunarhúsin stóðu, og 20 tómt- hús, og margar fjölskyldur í sumum. Þarna var öll byggðin að heita mátti. Þetta þurrabúðarfólk, sem var að setjast að í Firðinum á dögum séra Árna, var ekki að flýja undan jarð- eldum eða harðærum til sveita, held- ur fluttist það til Fjarðarins af því að þarna var líflegra um þessar mundir en í öðrum verzlunarstöðum á ís- landi. Með konungsútgerðinni hefur bannið við því að kaupmenn mættu ekki gera út báta til veiða verið orðið laust í reipunum. Skip sín notaði Knudtzon bæði til veiða og flutninga. í Danmörku naut Knudtzon jafnan mikils álits, var um skeið bæjarfulltrúi í Kaupmanna- höfn og sat á fulltrúaþingi í Hróar- skeldu 1835-40. Það fer náttúrlega ekki á milli mála af þessum æviferli að dæma, að Knudtzon hefir verið hinn mesti skörungur til athafna, en harðdrægur þótti hann, sem að líkum lætur, og af þvf hafi hann verið heldur óvinsæll kaupmaður, en vinsælli mun hafa verið sonur hans Nicolai Henrik Knudtzon, sem tók við verzlunar- rekstrinum að föður sínum látnum. Hann var duglegur sem faðir hans. Þá var hann og heppinn með verzlun- arstjóra, þar sem var Christian Ziem- sen, sem varð vinsæll maður og ís- lendingum velviljaður, breytti til dæmis þeirra vegna að rita viðskipt- areikninga á dönsku. Annar verzlun- arstjóri Knudtzons yngra var Gunn- laugur Briem, vinsæll maður. Knudtzon yngri stofnaði 1875 brauðgerðarhús í félagi við C.E.D. Proppé, og með Proppé bakara- meistara bættist Hafnfirðingum góð- ur bakari. Þótt Knudtzonsfeðgar væru mestir driftarmenn í Hafnarfirði nær allan þann tíma, sem þeir ráku verzlun, urðu þeir aldrei einráðir í verzlun eða útgerð, þótt stundum hafi sýnst svo að þeir stefndu að því, en í annan tíma var það og reyndar alla tíð að þeir leigðu öðrum kaupmönnum lóð- ir undir verzlunarhús í Akurgerðis- landi. Fastar verzlanir voru 4-7 allan síðari hluta 19du aldarinnar í Hafnar- firði, og sumar þeirra geta varla hafa staðið nema rétt undir nafni. Þessi verzlunarfjöldi sýnirþó hversu mikill verzlunarstaður Hafnarfjörður var á þessum tíma. Þorsteins þáttur Egilssonar Þegar kemur framá síðari hluta 19.du aldar fara íslendingar að taka upp merki Bjarna Sívertsen í útgerð- armálum, og þá fyrstan að nefna til sögunnar Þorstein Egilsson. Eins og margir hans kyns manna var hann ekki við eina fjölina felldur. Hann er líklega eini útgerðarmaðurinn og kaupmaðurinn í Hafnarfirði, sem hefur samið leikrit og stjórnað þeim á sviði, og ort ljóð og verið guðfræð- ingur. Þorsteinn var sem sé guðfræðingur að mennt, sonur hjónanna Svein- bjarnar rektors Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal yfirdóm- ara, og er óþarft að segja frekari deili á kyninu. Ekki snéri Þorsteinn sér að prest- störfum, þegar hann lauk presta- skólanáminu, heldur réðst heimilis- kennari hjá verzlunarstjóra við Knudtzenverzlun jafnt og hann var skrifari hjá sýslumanni. Hann fékk tvívegis veitingu fyrir brauðum, en þáði hvorugt, heldur snéri sér að verzlunarstörfum. Árið 1869 fluttist Þorsteinn til Hafnarfjarðar og settist að í húsi Matthíasar J. Matthisen, kaup- manns, sem hann hafði reist á Ham- arskotsmöl fyrstur manna á því verzl- unarsvæði 1841. Þarna hóf svo Þorsteinn verzlun sína. Hann komst í samband við Norsk-íslenzka Verzlunarfélagið, sem sjálfur Jón Sigurðsson hafði átt aðild að í félagi við norska íslands- vini. Þorsteinn brá sér til Björgvinj- ar, og hafði þá orðið að fá lánað fyrir farinu, ekki var auður í garði hjá kaupmanninum, og hann kom upp aftur sem verzlunarstjóri hins ný- stofnaða félags í Reykjavík. Hann kom á skonnortu hlaðinni vörum sem sigldi eftir skamma dvöl út aftur og einnig hlaðin vörum og sigldi þá úr fiskhöfninni Hafnarfirði. Segir nú ekki af þessu félagi annað, en það reisti sér hurðarás um öxl með kaup- um á gufuskipi, og ýms dýr mistök urðu í rekstri skipsins og félagið lagði upp laupana 1873. Þá réðst Þorsteinn hið sama ár til verzlunarfélags Álfta- ness og Vatnsleysustrandarhrepps. Það félag hætti eftir aflaleysisárið 1776, en svo segir um fiskárferðið það ár: „Aflabrögð voru á þessu ári víðast fremur góð, nema við Faxaflóa brást fiskafli því nær algjörlega á öllum vertíðum“. Og nokkru síðar segir: „Vegna aflaleysis voru bjargræðis- vandræði nokkur við Faxaflóa og Vestmannaeyjar“. Þegar Verzlunarfélag Álftaness- hrepps og Vatnsleysustrandarhrepps leið undir lok 1776 snéri Þorsteinn sér að eigin verzlun og útgerð. Sem verzlunarstjóri hafði hann rekið út- gerð og kom því ekki af fjöllum, og „hann varð fyrsti íslendingurinn eftir Bjarna Sívertsen, sem gerðist kaup- maður í Hafnarfirði í stórum stíl“, segir í sögu Hafnarfjarðar hinni fyrri. Þótt Þorsteinn hafi áður fengist við útgerð er hans fyrst getið við kaupin á skonnortunni „Dagmar“. Það skip hafði komið upp með vörur til Þor- steins og honum litizt vel á skipið og í félagi við Þorstein um kaup réðust Jóhann Ólsen, bæjarfulltrúi í Reykjavík, Páll Jóhannesson, verzl- unarmaður í Hafnarfirði, Kristján Mathiesen, bóndi á Hliði, og Þórar- inn prófastur í Görðum. Dagmar var gerð út frá Hafnar- firði á veiðar og flutninga þar til skip- ið strandaði í Grundarfirði og varð þar til. Þorsteinn keypti þá lítinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.