Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 86

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 86
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ GENGIÐ MEÐ ÓLAFI ÞORVALDSSYNI UM 19. ALDAR HAFNARFJARÐARSTAÐ s lafur Þorvaldsson, sem fæddur var 1884 að Asi í Garðahreppi. Faðir lians var Þorvaldur Ólafsson bóndi í Ási og hans foreldri hafnfirzkt, og móðir Ólafs var Katrín, dóttir Árna Mat- hiesen, sem átti meginhluta Jófríðar- staða 1843. Ólafur Þorvaldsson hafði því góð skilyrði til að þekkja Hafnar- fjarðarpláss langt aftur á 19du öld. Sjálfur var Ólafur sögufróður og liggja eftir hann bækurnar: Harð- sporar, Hreindýr á íslandi og Áður en fífan fýkur. í frásögn sinni um Hafnarfjörð á síðara hluta 19du aldar gefur Ólafur sér að hann sé á göngu- ferð með gömlum Hafnfirðingi úr Suðurbyggð, yfir Brekku og Malir, og vestur fyrir Læk úteptir í Vestur- byggð. Hér verður nú gripið niður í frásögn Ólafs, en hana er að finna í bók hans „Áður en fífan fýkur“, sem Skuggsjá gaf út 1968. „Heilbrigðismálin í heilbrigðismálum var ástandið ekki gott, þótt sjálfsagt megi segja, að víðast á landinu væru þau enn al- varlegri. Hafnarfjörður var þó í næsta nágrenni Reykjavíkur, en þar voru helzt læknar, þótt fáir væru þá, og því mögulegt að ná til þeirra, þegar alvarleg veikindi, svo sem skæðar farsóttir, eða slys bar að. Hafnfirðingar fengu ekki lækni fyrr en eftir aldamót, og var Þórður Edí- lonsson fyrstur læknir þar. Sjúkrahús var ekki byggt þar fyrr en á þriðja tug þessarar aldar. Heldur var það talið til tíðinda á þessum tíma, ef sækja þurfti lækni til Reykjavíkur, og var ekki alltaf hægt að fá þá, þótt reynt væri, þar sem þeir voru lengi ekki nema einn eða tveir. Oftar var farið til þeirra með sjúkdómslýsingu, sem einhver greinagóður maður skrifaði eða þá ljósmóðirin, sem oft var leitað til í veikindum. Þegar óhjákvæmilegt þótti að sækja lækni, töldu menn, sem hesta áttu, sjálfsagt að lána þá í læknisferð. Það voru einkum kaup- menn, sem hesta höfðu á járnum að vetrinum. Ef flytja þurfti veikan eða slasaðan mann til Reykjavíkur, eftir að sjúkrahús kom þar, varð að bera hann þangað í kassa eða rúmi, væri hann svo veikur, að hann gæti ekki setið á hesti. Allir karlmenn voru boðnir og búnir til þessa sjúkraflutn- ings, og var sá hópur oft 20-30 menn. Þetta hélzt fram yfir aldamót, eða þar til vegur og vagnar komu til sög- unnar. Við hverja skipskomu óttaðist fólk mest þá, að með því fréttist um ein- hvern skæðan sjúkdóm, sem kominn væri upp í nálægum löndum og gætu því einhvern veginn hingað borizt. Það var ekki fennt með öllu yfir þau hræðilegu spor, sem stórsóttir, svo sem stórabóla og síðar mislingarnir miklu, létu eftir sig. Þessar stórsóttir orsökuðu ægilegt mannfall, auk ann- arra hörmunga. í þann tíma stóð fólk sem sagt varnarlaust uppi fyrir þess- um vágestum. Blessaður þrumarinn og mjólkursopinn Áður en brauðgerðarhús var sett á stofn í Hafnarfirði, sendu kaupmenn eftir brauðum til Reykjavíkur einu sinni í viku, aðeins þó til eigin nota. Var alltaf farið með hest undir brauðin, og sagði faðir minn mér, en hann fór oft þessar brauðaferðir, að þær hefðu oft verið erfiðar á vetrum, lækir allir óbrúaðir og þá oft illfærir í leysingum. Ferðir þessar lögðust að sjálfsögðu niður, þegar brauðgerðar- hús tók til starfa í Hafnarfirði 1875. Það var Diðrik Proppé, sem átti og rak þetta brauðgerðarhús til dauða- dags, 1898, og ekkja hans, frú Helga, nokkur ár eftir það. Hjón þessi voru bæði valmenni og heimili þeirra róm- að fyrir gestrisni og allan myndar- brag. Færri voru brauð- og kökuteg- undirnar þá en síðar varð. Rúg- brauð, sem mest var bakað af, vógu 6 pund og oftast keypt heil. Var algeng sjón að sjá fólk á öllum aldri labbandi fjörðinn á enda og til næstu bæja með brauð þessi undir hendinni án um- búða; annað þekktist ekki þá. Ávís- anir á brauð sín gaf Proppé út, svo- nefnda brauðseðla. — Kaupmenn og aðrir gátu lagt rúgmjöl inn í bakaríið og fengu þá jafnmarga brauðseðla og fékkst úr sekknum af brauðum og greiddu í bökunarlaun ellefu aura á brauð. Margir, sem lítil ráð höfðu, komu bara með sín 6 pund af mjöli, borguðu ellefu aura og fengu brauð- ið. Á þessum árum var lítið af mjólk í Hafnarfirði. Þótt mjólk væri ekki daglega á borðum fjöldans, varð að sjá ungbörnum og veiku fólki fyrir nokkurri mjólk. Þeir, sem kýr áttu, sem helzt voru kaupmennirnir, seldu að vísu það, sem hægt var að láta, en margir urðu að leita út fyrir kaup- staðinn eftir mjólk. Var þá helzt leitað fram í Garða- hverfi og á uppbæina. Sjaldan var þessi mjólk sótt oftar en annan eða þriðja hvern dag og venjulega borg- uð með innskrift í verzlanir, þegar um fastar pantanir var að ræða, en lausakaup oftast borguð með því, sem borið var í fötunni á mjólkur- stað, og var það einkum kornvara eða annað, sem fyrir hendi var. Við- skipti þessi voru víst ekki alltaf hárnákvæm, en sjaldan munu þeir, sem mjólkina fengu, hafa orðið hart úti í þeim viðskiptum. Mjólk var þá seld á 12-16 aura potturinn. Hýrt auga í þennan tíma, sem annan Eftir að gagnfræðaskólinn í Flens- borg tók til starfa kringum 1880, og aðkomupiltar tóku að sækja hann,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.