Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 87

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 87
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 85 mátti segja, að allmikið lifnaði yfir firðinum á hverju hausti við komu þeirra. Það var allmikil tilbreytni að fá milli 40 og 50 pilta, alla á bezta aldri, í byggðarlag, sem var ekki fjöl- mennara en Hafnarfjörður var á þeim árum. Ýmist voru piltar í heimavist eða þeir komu sér niður hjá fólki í kaupstaðnum. Mörg hafn- firzk stúlkan mun hafa litið þessa að- komufugla hýru auga, þegar þeir í tómstundum sínum gengu um göt- urnar í smáhópum, prúðbúnir og oft syngjandi. Stundum léku skólapiltar sjónleiki, og var það víst einkum til að afla bókasafni skólans, Skinfaxa, einhverra tekna. Engin mengun . . . Ekkert vatnsból höfðu Hafnfirð- ingar norðan Hamars á þeim tíma annað en Hamarskotslæk. Langt fram á síðustu öld var meiri hluti byggðarinnar vestan lækjar, aðallega með sjó fram, og náði vestur fyrir Fiskaklett. Öll heimili á þessu svæði sóttu allt vatn í lækinn og skoluðu þar allan sinn þvott. Var því langur vatnsvegur hjá þeim, sem vestast bjuggu. Allt vatn var þá sótt í fötum, og báru flestir í oki eða létta. Öll heimili áttu sér vatnstunnu, eina eða fleiri eftir stærð heimilanna. Alla rúmhelga daga var fólk að bera vatn; var það mest fullorðið fólk og ungl- ingar um fermingu, yngri komu varla til greina, svo langur var vatnsvegur- inn hjá mörgum og víða vondur veg- ur að heimilum. Flestir sóttu vatn sitt sjálfir, þó höfðu kaupmenn og ef til vill einhverjir fleiri sína vissu vatns- bera. Stöku sinnum létu kaupmenn sækja vatn í tunnu, 120 potta tví- bytnu, sem borin var í kaðalbörum (tunnubörum). Allur þvottur var borinn í lækinn, ýmist á handbörum eða í bölum. Allan daginn var fólk við lækinn að skola þvott sinn, þegar bærilegt var veður. Milli þess, sem þvotturinn var skolaður, var hann barinn eða klappaður, sem kallað var, með þar til gerðu áhaldi úr tré, sem klapp nefndist, og voru mörg haganlega skorin. Margt var skrafað við lækinn, bæði í gamni og stundum í nokkurri alvöru. Dansiböllin — Fram um 1880 voru samkomur og skemmtanir fólks utan heimil- anna fáar og tilbreytingarlitlar að vetrinum. Það voru helzt danssam- komur stöku sinnum, og voru þær oftast haldnar hjá Clausen veitinga- manni; þar voru stundum líka haldn- ar stærri veizlur. Unglingar komu stundum saman í hús og bæi og döns- uðu í rökkrinu, þótt lítið væri hús- rýmið, og var það helzt þar sem hús- ráðendur voru glaðir í anda og frjáls- lyndir. Oftast vantaði hljóðfæri við þessar dansæfingar, og var þá bara sungið eða trallað fyrir dansinum. Mér var sagt, að á einu heimili hefði húsbóndinn stundum við þessi tæki- færi setið á kistu með kúptu loki, spilað fyrir dansinum á sög og sungið undir: Hafliða dansar senn við Byggðarendamenn o.s.frv. — ogorti jafnóðum. Ekki mun hann hafa not- að sögina svo sem nú gera þeir, sem á það hljóðfæri spila. Nei, hann sat á öðrum enda sagarblaðsins, en lyfti hinum upp eftir hljóðfallinu, að sagt var, og lét hann slást við kistulokið. Allir skemmtu sér ágætlega, og það var fyrir mestu. Kaupmenn buðu vinnufólki sínu frá sumrinu einu sinni eða tvisvar á vetri á danssam- komur, sem haldnar voru í pakkhúsi verzlananna, og voru samkomur þessar nefndar pakkhúsböll. Á böll- um þessum var óvenjulega mikið húsrúm, fólkið margt og dansað fram á bjartan dag, og sáu kaupmenn gest- um sínum fyrir góðgerðum. Voru skemmtanir þessar einar beztu og fjölmennustu samkomur vetrarins, og áttu þær sér stað fram á þessa öld. Fátt mun hafa verið um dansleiki, sem aðgangur var seldur að, fyrr en eftir að Góðtemplarahúsið var byggt, um 1888. Með smíði Góð- templarahússins hófst í rauninni nýtt tímabil í félags- og skemmtanalífi Hafnfirðinga. Voru það aðallega hinar tvær nýlega stofnuðu stúkur, Daníelsher og Morgunstjarnan, sem að þessu aukna skemmtanalífi stóðu, í því skyni að afla hinu nýja en skuld- uga húsi þeirra nokkurra tekna. Eft- irsóttasti dansleikurinn á þeim árum var hið svonefnda grímu- eða þrett- ándaball. Hófst það kl. 6 að kvöldi, og fékk enginn ógrímuklæddur að dansa fyrstu 3 tímana, eftir það fengu allir að dansa, sem vildu. Danssam- komur stóðu þá oft til kl. 4-6 að morgni. Margt fólk úr Reykjavík sóttu þrettándaballið, bæði grímu- búið og ógrímubúið. Allt þetta fólk kom og fór gangandi, að heita mátti hvernig sem veður og færð var. Eftir að Góptemplarahúsið var byggt, tóku Hafnfirðingar leiklistina í sína þjónustu, og voru fyrst einkum sýnd hin gömlu íslenzku leikrit, svo sem: Hrólfur og Narfi, Sigríður Eyjafjarð- arsól, Nýársnóttin, Skuggasveinn o.fl. Menn komu stundum frá Reykjavík og fengu húsið til fundar- eða skemmtanahalds, t.d. kom Þor- lákur Ó. Johnson kaupmaður stund- um og sýndi skuggamyndir, og fleiri kunna þeir að hafa verið, sem fengu húsið til einhverra afnota. Formannatal Það má segja, að flestir karlmenn, sem náð höfðu nokkrum þroska á umræddu tímabili, þ.e. síðari helm- ingi síðustu aldar, í Hafnarfirði, væru sjómenn að meginatvinnu, og margir þeirra afburða sjómenn, svo sem fyrr hafði verið og síðar varð. Marga ágæta formenn, sem bæði voru lánsamir stjórnendur svo og ágætis aflamenn, átti Hafnarfjörður á síðari helmingi síðustu aldar. Ég nefni hér nöfn nokkurra þessara manna, flesta þeirra man ég, aðra heyrði ég talað um. Úr Suðurfirðinum: Gísli Þórðar- son í Óseyri. Gísli varð sóttdauður á bezta aldri. Eftir hann Einar Vigfús- son, er fór með skip Haralds Möllers í Óseyri, er hann tók þar við búi að Gísla mági sínum látnum. Ásbúðar- bændur: Halldór Helgason og Guð- mundur Sigvaldason. Þeir reru úr Flensborgarmöl. Guðmundur Guð- mundsson á Hellu reri úr Hamars- möl. Norðan við Hamarinn: Jón í Und- irhamri í Egilsonsmöl. Vestan lækjar: Brúarhraunsbænd- ur: Guðmundur Ólafsson og Magnús Halldórsson. Gunnar Gunnarsson í Gunnarsbæ. Þorkell Snorrason í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.