Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 100
98
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Á togaraflota Hafnarfjarðar (sleppt Hellyersskipstjór-
um) voru frá 1915, að Víðir og Ýmir komu til Hafnar-
fjarðar og fram til 1940 að hér er rituð sagan, margir
landskunnir aflamenn og orðlagðir, og hér er ritað eftir
minni, en ekki unnið úr skýrslum nema um fáa þeirra. í
fiskveiðisögunni er náttúrlega frægastur Indriði Gotts-
veinsson, skipstjóri á fyrsta íslenzka togaranum.
Afberandi voru þeir Þórarinn á Belgaum, Tryggvi á
Júpíter, Snæbjörn á Ver, meðan þessir sóttu úr Firðin-
um, og síðan hinir grónu hafnfirzku skipstjórar, Sigur-
jón á Garðari og Vilhjálmur á Venusi. Þessa alla sýna
skýrslur sem toppmenn á togaraflotanum. Mikill afla-
maður var og Jón Björn á Surprise, bæði á síld og
þorski. Miklir aflamenn voru og þeir Benedikt á Maí,
Guðmundur á Sviða, Nikulás á Haukanesinu, frægast-
ur Bugtarmanna, Baldvin á Ola Garða, Halldór á Júní.
Miklir síldarmenn voru þeir Guðmundur Sigurjónsson
á Rán og Ólafur Þórðarson á Ými o.fl. skipum.
Tryggvi Ófeigsson.
Þórarinn Oigeirsson.
Snæbjörn Ólafsson.
Sigurjón Einarsson.
Vilhjálmur Árnason.
Jón Björn Elíasson.