Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 102

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 102
100 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Risið stórt, fallið mikið og óvætturinn gengur í garð Hin mikla uppsveifla, sem varð í atvinnulífi Hafnfirðinga á árunum 1924-29, hafði í för með sér mikla fólksfjölgun í bænum, úr um það bil 2700 manns í 3600 eða svo. Fallið varð milli áranna 1929-30. Árið 1929 var mesta aflaár sögunnar fram að því og fiskverð ágætt, 734 kr. tonnið. í Landsbankaskýrslum verðfalls- árið 1930 segir svo um aflabrögð tog- aranna: „Veiðitími togaranna á saltinu var álíka og árið áður, en veiðar á togdag miklu meiri, og sú mesta, sem hér hefur orðið, enda var togaraflinn í heild sinni 25% meiri en árið áður“. En hann var ekki 25% meiri hjá Hafnfirðingum, sem höfðu misst um helming togaraflotans, og aflatalan 1930 sýnir hvað gerðist í Hafnarfirði. Og árið 1930 v.ar ekki aðeins lang- mesta þorskaflaár íslandssögunnar heldur var svo einnig um síldveiði landsmanna en Hafnfirðingar höfðu litla síldarútgerð. Fá byggðarlög voru sem sé verr undir það búin að taka á sig Krepp- una, sem hófst hérlendis með fisk- verðfallinu haustið 1930 en þessi næst stærsta fiskihöfn landsins, sem fékk á sig stórfelldan aflasamdrátt samfara verðfalli á fullverkuðum þorski úr 734 kr. í 635 kr. 1930 tonnið, og þetta var aðeins byrjunin, því að árið 1931 var verðið fallið niður í 439 kr. tonn- ið eða um 40% á tveimur árum. Góð ráð voru nú dýr hjá blessuð- um Göflurunum, en nú sýndu þeir hinn sanna Gaflara anda, sem bjarg- að hefur þeim úr margri nauð. Ætli sé ekki rétt að bóka að Garðhverf- ingurinn og síðasti hreppstjóri í Hafnarfirði hafi brugðist harðast við líkt og 1924, þegar hann keypti tog- ara, en þá lá Hafnarfirði á að rífa sig uppúr lægðinni eftir fall Bookless Bros. og fleiri fyrirtækja, svo sem áður er lýst. Nú þurfti að fylla í skarðið, sem Hellyersbræður skildu eftir sig. Einar Þorgilsson lét 1930 smíða sér Garðar, stærsta togara íslendinga, og hann kom um mitt ár 1930. En þeir brugðust fleiri hart við í Firðinum. Það var ekki aðeins að þörfin væri mikil fyrir byggðarlagið, sem var þeim hafnfirzku athafna- mönnum ríkt í huga, heldur hafði rýmkast um þá við brottför Hellyers. Það hafði losnað athafnapláss. Þórarinn Olgeirsson lét smíða sér nýjan togara og þann þriðja stærsta í flotanum, togarann Venus, og hann kom til Hafnarfjarðar í des. 1929. Tryggvi Ófeigsson keypti þá Júpiter. Þessi þrjú skip, Garðar, Júpiter og Venus urðu mestu aflaskip flotans og einkum á saltfiskvertíðunum. (Með- an aflamaðurinn Þórarinn var með Júpiter lagði hann mest allra stund á veiðar í ís fyrir enska markaðinn). En það voru einnig fyrir í Firðinum fyrirtæki, sem efldu rekstur sinn stór- lega, því afli var góður þrjú fyrstu Kreppuárin og hið mikla verðfall dró ekki kjarkúrmönnum. Það lifðu allir í voninni um að það rættist úr um markaðina. Svartasta Kreppan kom ekki yfir okkur fyrr en 1935, þegar saman fór aflaleysi bættist ofan á lé- legt fiskverð. Jón Gíslason Jón Gíslason var hæglátur og yfir- lætislaus maður og leyndi á sér. (ég reri eitt sinn á einum hans báta og er það minnisstætt, hvað hann bar lítið utan á sér og í viðmóti hvað hann hafði mikið umleikis. ÁJ). Árið 1930 hóf Jón Gíslason útgerð og fiskverkun í Hafnarfirði, og varð af Jóni mikil saga í þeim rekstri. Hann byrjaði á að kaupa línuveið- ara (Namdal), sem eyðilagðist fljót- lega í höfninni í óveðri (1931), og þá keypti Jón annan línuveiðara í félagi við Torfa bróður sinn og Júlíus Sig- urðsson mág sinn, og einnig í félagi við Torfa og Júlíus Guðmundsson stórkaupmann í Reykjavík keypti Jón togarann Andra frá Eskifirði 1932, og rak togarann til 1937 að hann var seldur úr bænum. Fiskverkunarstöð Jóns á Flata- hrauni (þar sem áður var fiskverkun- arstöð Akurgerðis h.f.) varð stór fiskverkunarstöð, síðast á þriðja ára- tugnum, sem hér er rakin af sagan. Jón leigði vélbáta frá Eyrarbakka og gerði þá út frá Sandgerði, en verkaði fiskinn í Hafnarfirði. í byrjun stríðsáranna jók Jón stór- lega rekstur sinn með mikilli vélbáta- útgerð, sem hófst með bátnum Fiskakletti, og urðu klett-bátar Jóns margir (Fiskaklettur, Fagriklettur, Flóaklettur, Fróðaklettur, Búðar- klettur). Og eftir 1940 rak Jón hrað- frystihús og síðar skreiðarverkun eina hina mestu í landinu og salt- fiskverkun eftir að hún hófst á ný eftir styrjöldina, og einnig síldar- og hrognasöltun, sfldarsöltun á Dalvík og Raufarhöfn. Mestur hefur rekstur Jóns Gísla- sonar líklega verið um 1960, en þá voru gerðir út 9 vélbátar 80-125 tonna og einnig keyptur mikill fiskur af togurum og vélbátum. Jón Gísla- son lézt 1964. Fyrirtækið gekk aðeins í fjögur ár eftir lát Jóns, hætti 1968 og eignir þess seldar. Hvalur hf. keypti þá 1969 hraðfrystihúsið við Reykja- víkurveg. * Asgeir G. Stefánsson Með stofnun Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar er kominn til sögunnar maður, sem mikið kvað að í útgerð- armálum Hafnarfjarðar, en það var Ásgeir G. Stefánsson, sem varð fyrsti forstjóri Bæjarútgerðarinnar. Ásgeir fæddist 1890 og var fæddur Hafnfirðingur. Foreldrar hans voru Eftirfarandi afla- og verðmætistölur sýna risið og fallið í Hafnarfirði. Árið 1915 var aflamagnið Árið 1920 var aflamagnið Árið 1925 var aflamagnið Árið 1930 var aflamagnið 254 tonn að verðmæti kr. 100.261.- 1.478 tonn að verðmæti kr. 1.503.971,- 23.277 tonn að verðmæti kr. 6.503.671.- 13.901 tonn að verðmæti kr. 2.993.090,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.