Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 102
100
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Risið stórt, fallið mikið og
óvætturinn gengur í garð
Hin mikla uppsveifla, sem varð í
atvinnulífi Hafnfirðinga á árunum
1924-29, hafði í för með sér mikla
fólksfjölgun í bænum, úr um það bil
2700 manns í 3600 eða svo.
Fallið varð milli áranna 1929-30.
Árið 1929 var mesta aflaár sögunnar
fram að því og fiskverð ágætt, 734 kr.
tonnið.
í Landsbankaskýrslum verðfalls-
árið 1930 segir svo um aflabrögð tog-
aranna:
„Veiðitími togaranna á saltinu var
álíka og árið áður, en veiðar á togdag
miklu meiri, og sú mesta, sem hér
hefur orðið, enda var togaraflinn í
heild sinni 25% meiri en árið áður“.
En hann var ekki 25% meiri hjá
Hafnfirðingum, sem höfðu misst um
helming togaraflotans, og aflatalan
1930 sýnir hvað gerðist í Hafnarfirði.
Og árið 1930 v.ar ekki aðeins lang-
mesta þorskaflaár íslandssögunnar
heldur var svo einnig um síldveiði
landsmanna en Hafnfirðingar höfðu
litla síldarútgerð.
Fá byggðarlög voru sem sé verr
undir það búin að taka á sig Krepp-
una, sem hófst hérlendis með fisk-
verðfallinu haustið 1930 en þessi næst
stærsta fiskihöfn landsins, sem fékk á
sig stórfelldan aflasamdrátt samfara
verðfalli á fullverkuðum þorski úr
734 kr. í 635 kr. 1930 tonnið, og þetta
var aðeins byrjunin, því að árið 1931
var verðið fallið niður í 439 kr. tonn-
ið eða um 40% á tveimur árum.
Góð ráð voru nú dýr hjá blessuð-
um Göflurunum, en nú sýndu þeir
hinn sanna Gaflara anda, sem bjarg-
að hefur þeim úr margri nauð. Ætli
sé ekki rétt að bóka að Garðhverf-
ingurinn og síðasti hreppstjóri í
Hafnarfirði hafi brugðist harðast við
líkt og 1924, þegar hann keypti tog-
ara, en þá lá Hafnarfirði á að rífa sig
uppúr lægðinni eftir fall Bookless
Bros. og fleiri fyrirtækja, svo sem
áður er lýst.
Nú þurfti að fylla í skarðið, sem
Hellyersbræður skildu eftir sig.
Einar Þorgilsson lét 1930 smíða sér
Garðar, stærsta togara íslendinga,
og hann kom um mitt ár 1930.
En þeir brugðust fleiri hart við í
Firðinum. Það var ekki aðeins að
þörfin væri mikil fyrir byggðarlagið,
sem var þeim hafnfirzku athafna-
mönnum ríkt í huga, heldur hafði
rýmkast um þá við brottför Hellyers.
Það hafði losnað athafnapláss.
Þórarinn Olgeirsson lét smíða sér
nýjan togara og þann þriðja stærsta í
flotanum, togarann Venus, og hann
kom til Hafnarfjarðar í des. 1929.
Tryggvi Ófeigsson keypti þá Júpiter.
Þessi þrjú skip, Garðar, Júpiter og
Venus urðu mestu aflaskip flotans og
einkum á saltfiskvertíðunum. (Með-
an aflamaðurinn Þórarinn var með
Júpiter lagði hann mest allra stund á
veiðar í ís fyrir enska markaðinn).
En það voru einnig fyrir í Firðinum
fyrirtæki, sem efldu rekstur sinn stór-
lega, því afli var góður þrjú fyrstu
Kreppuárin og hið mikla verðfall dró
ekki kjarkúrmönnum. Það lifðu allir
í voninni um að það rættist úr um
markaðina. Svartasta Kreppan kom
ekki yfir okkur fyrr en 1935, þegar
saman fór aflaleysi bættist ofan á lé-
legt fiskverð.
Jón Gíslason
Jón Gíslason var hæglátur og yfir-
lætislaus maður og leyndi á sér. (ég
reri eitt sinn á einum hans báta og er
það minnisstætt, hvað hann bar lítið
utan á sér og í viðmóti hvað hann
hafði mikið umleikis. ÁJ).
Árið 1930 hóf Jón Gíslason útgerð
og fiskverkun í Hafnarfirði, og varð
af Jóni mikil saga í þeim rekstri.
Hann byrjaði á að kaupa línuveið-
ara (Namdal), sem eyðilagðist fljót-
lega í höfninni í óveðri (1931), og þá
keypti Jón annan línuveiðara í félagi
við Torfa bróður sinn og Júlíus Sig-
urðsson mág sinn, og einnig í félagi
við Torfa og Júlíus Guðmundsson
stórkaupmann í Reykjavík keypti
Jón togarann Andra frá Eskifirði
1932, og rak togarann til 1937 að
hann var seldur úr bænum.
Fiskverkunarstöð Jóns á Flata-
hrauni (þar sem áður var fiskverkun-
arstöð Akurgerðis h.f.) varð stór
fiskverkunarstöð, síðast á þriðja ára-
tugnum, sem hér er rakin af sagan.
Jón leigði vélbáta frá Eyrarbakka og
gerði þá út frá Sandgerði, en verkaði
fiskinn í Hafnarfirði.
í byrjun stríðsáranna jók Jón stór-
lega rekstur sinn með mikilli vélbáta-
útgerð, sem hófst með bátnum
Fiskakletti, og urðu klett-bátar Jóns
margir (Fiskaklettur, Fagriklettur,
Flóaklettur, Fróðaklettur, Búðar-
klettur). Og eftir 1940 rak Jón hrað-
frystihús og síðar skreiðarverkun
eina hina mestu í landinu og salt-
fiskverkun eftir að hún hófst á ný
eftir styrjöldina, og einnig síldar- og
hrognasöltun, sfldarsöltun á Dalvík
og Raufarhöfn.
Mestur hefur rekstur Jóns Gísla-
sonar líklega verið um 1960, en þá
voru gerðir út 9 vélbátar 80-125
tonna og einnig keyptur mikill fiskur
af togurum og vélbátum. Jón Gísla-
son lézt 1964. Fyrirtækið gekk aðeins
í fjögur ár eftir lát Jóns, hætti 1968 og
eignir þess seldar. Hvalur hf. keypti
þá 1969 hraðfrystihúsið við Reykja-
víkurveg.
*
Asgeir G. Stefánsson
Með stofnun Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar er kominn til sögunnar
maður, sem mikið kvað að í útgerð-
armálum Hafnarfjarðar, en það var
Ásgeir G. Stefánsson, sem varð
fyrsti forstjóri Bæjarútgerðarinnar.
Ásgeir fæddist 1890 og var fæddur
Hafnfirðingur. Foreldrar hans voru
Eftirfarandi afla- og verðmætistölur sýna risið og fallið í Hafnarfirði.
Árið 1915 var aflamagnið
Árið 1920 var aflamagnið
Árið 1925 var aflamagnið
Árið 1930 var aflamagnið
254 tonn að verðmæti kr. 100.261.-
1.478 tonn að verðmæti kr. 1.503.971,-
23.277 tonn að verðmæti kr. 6.503.671.-
13.901 tonn að verðmæti kr. 2.993.090,-