Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 52
52
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
treystir þér til að ljúka fyrsta vetrinum
strax, þá vinnur þú bara um sumarið
og sest svo aftur í fyrsta bekk.“ Ég sá
að þetta var alveg rétt og fór að ráðum
Halldórs, safnaði svo mörgum sigl-
ingatímum sem ég gat og settist í
skólann haustið 1940. Gekk það allt
vel og ég lauk náminu 1942, en skól-
inn var tveir vetur. Þakkaði ég það
áhuganum einum og góðri ástundun.
Sumarið 1941 var ég á togaranum
Gylfa og sigldum við með fisk til
Englands. Þar urðum við vitni að því
að olíuskip var skotið niður af kafbáti
skammt frá okkur og það var ógurlegt
á að horfa — sjórinn var eitt eldhaf.
Sjálfir urðum við varir við sjónpípu á
kafbáti, en ekki urðum við þess varir
að hann skyti á okkur.“
Skutull lyftist á sjónum við
sprenginguna
„Að fengnum réttindum úr Stýri-
mannaskólanum fór ég fyrst á Hauka-
nesið í Hafnarfirði með Nikulási
heitnum Jónssyni, en hann hafði ver-
ið með Otur áður, og sigldum við með
fisk til Englands. En svo varð eitt-
hvert hlé á þessum siglingum og þeg-
ar ég eitt sinn var staddur niðri á Æg-
isgarði hitti ég þann kunna mann
Guðmund Thorlacius sem verið hafði
annar stýrimaður á Gulltoppi og býr
nú sem aldraður maður við Nýlendu-
götu. Hann tók mér vel að vanda og
segir: „Heyrðu Þorsteinn, þú þarft að
fara að verða 2. stýrimaður.“ Ég tók
því ekki fjarri en Guðmundur var þá
stýrimaður á Skutli. Réði ég mig nú
til hans sem 2. stýrimaður og var það
mitt fyrsta stýrimannspláss, en skip-
stjóri á Skutli var þá Árni Ingólfsson.
Við urðum ekki jafn mikið varir við
stríðátökin og margir íslenskir sjó-
menn en nokkuð þó. Við lágum á
Humberfljótinu rétt utan við Grimsby,
nýlega búnir að landa og vorum að
bíða eftir skipalest. Þá var mikil loft-
árás gerð á bæinn að næturlagi. Við
vorum í eldlínunni miðri enda settu
Þjóðverjar niður ljósblys til þess að
sjá skotmörkin betur. Þeir vörpuðu
sprengjum niður yfir skipin og lenti
ein þeirra milli okkar og um tíu þús-
und lesta olíuskips sem var í um 150
metra fjarlægð frá okkur. Var kraftur-
inn í sprengjunni slíkur að Skutull
Þorsteinn Auðunsson: „Þarna tví-
hlóðu þeir skektuna um nóttina og
veiddu alls 400 fiska. “ A veggnum
bak við Þorstein eru myndir af þeim
Svalbak og Kaldbak. (Ljósm.
Sjómdbl. AM)
hristist ekki, heldur tókst hann bók-
staflega á loft. Á samri stundu var
fyrsti vélstjóri á leið upp úr vélarrúm-
inu og gat ekki betur gert en svo að
hann dinglaði á öðrum handleggnum
á handriðinu og fór við það úr axlar-
liðnum. En svo gekk þessi hrina yfir
og við héldum niður fljótið. Við
reyndum eftir bestu getu að koma öxl-
inni á vélstjóranum í lag, en tókst það
ekki með nokkru móti. Var þá kallað á
dráttarbát sem fylgdi okkur og hann
beðinn um aðstoð. Sótti báturinn
manninn og fór með hann í land þar
sem liðnum var komið í samt horf. Á
meðan urðum við að fara upp eftir aft-
ur og bíða hans í um það bil sólar-
hring. Kostaði það líka að við urðum
að fara í land og bæta við vatnsbirgð-
irnar sem jafnan voru af skornum
skammti. En um síðirþótti vélstjórinn
nógu hress til þess að hægt var að
koma honum um borð til okkar aftur.
Þetta kostaði að við urðum að taka
aðra skipalest og hélt hún norður með
landinu. Ekki fylgdum við lestinni þó
lengra en norður undir Firth of Fo-
urth, þar skildumst við við hana og
sigldum einskipa heim úr því. Ferð-
irnar sem ég fór yfir hafið á stríðsár-
unum voru margar, því ég sigldi allt
frá því er ég hætti í skólanum og til
1944.“
Stýrimaður hjá Sæmundi á
Kaldbak
„En árið 1944 réði ég mig til Ragn-
ars Guðmundssonar skólabróður
míns. Hann var þá með Kristján frá
Akureyri og gerðist ég stýrimaður
hans. Við vorum á trolli um vorið en
fórum svo á sfld. Óhemjusíldveiði var
þetta sumar og hluturinn því góður.
Að því ævintýri loknu fór ég á einn
minni togaranna, Kópanesið, en þá
var Halldór Gíslason, fyrrum skip-
stjóri á Gulltoppi, búinn að kaupa
skipið. Það hafði áður heitið Hilmir.
Þar var ég annar stýrimaður og leysti
af sem fyrsti stýrimaður. Þarna var ég
fram til sumars 1946 þegar ég fór á
síld á Sindra með Jónmundi Gísla-
syni. Þá var þessum gömlu togurum
farið að fækka og búið að selja marga
þeirra til Færeyja. Ekki er margt frá
þeirri dvöl að segja.
Um haustið 1946 var ég um tíma
með Hugrúnu frá Bolungarvík í flutn-
ingum og var með hana fram yfir ára-
mót 1947, þegar nýsköpunartogararn-
ir fara að koma hver af öðrum. Þá var
ég ráðinn hjá Sæmundi bróður mínum
á Kaldbak, sem Útgerðarfélag Akur-
eyringa átti að fá og koma skyldi til
landsins um vorið, en hann var þriðji
nýsköpunartogarinn sem til landsins
kom. Fór ég þegar í byrjun aprfl að út-
búa troll og annað sem til þurfti fyrir
þetta nýja skip. Fékk ég aðstöðu inni í
Hampiðju og þar bjó ég til troll úr
hampstykkjum, sem ég man ekki
lengur hvort búin voru til í vélum eða
þá af einhverjum stúlkum sem þarna
unnu. I maí héldum við svo utan að
sækja skipið en hann var einn þeirra
af nýsköpunartogurunum sem smíð-
aður var í Selby við Humber en alls
held ég að fjórar skipasmíðastöðvar
hafi smíðað nýsköpunartogarana. Við
Humber var auk Selby skipasmíða-
stöðin Beverly, ef ég man rétt, sem
smíðaði m.a. Fylki, Skúla Magnússon
og Röðul. Smíði Kaldbaks var lokið í
Hull og þangað sóttum við hann.
Til Reykjavíkur var komið um
miðjan maí, og þegar búið var að setja
bræðslutækin í skipið var haldið á
veiðar. Veiðarnar gengu frábærlega
vel þessa vertíð og siglt var með afl-
ann á England. Man ég að í fyrsta
túrnum fylltum við skipið á tíu dög-
um, rúm 300 tonn, og var allur fiskur