Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 70

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 70
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sœdís IS-67. A henni komst Pálmi í návígi við tundurduflin inu. Menn sættu lagi að stinga sér út undir morgun, til þess að ná róðri fram yfir hina. Já, það var kapp í körl- um þá. Flotinn á Isafiðri var all stór um þetta leyti, en „Birnirnir" voru sjö. „Hugarnir" voru þrír, „Dísirnar“ voru fimm og loks voru „Stjömum- ar,“ sem voru þrjár. Það var hart sótt á öllum þessum bátum.“ Tiindurduflalagnir „Sædís var 15 lestir og því stund- uðum við landróðra á henni. Það voru talsverð umskipti að fara á svo lítinn bát af Sæbirninum. Á henni reri ég til ársins 1943, þegar ég tók við Jódísi, sem var nú nýjasta af „Dísunum.“ Með Jódísi var ég til 1946. Við á Sædísinni fiskuðum í skip sem komu vestur í stríðinu, bæði til Bolungarvíkur og Isafjarðar. Þessi skip sigldu svo með aflann til Eng- lands. Þetta voru bæði íslensk og út- lend skip, þar á meðal norsk. Nokkuð keyptu togararnir af okkur. Víst setti óhug að okkur þegar við fréttum af því að Bretar væru búnir að leggja tundurdufl á Djúpinu, bæði undir Ritnum og Straumnesinu. Við vissum aldrei nákvæmlega hvar dufl- in voru, en reyndum smám saman að gera okkur grein fyrir því og töldum að þau væru svo sem 15 til 20 mílur undan Rit. Þau voru lögð þarna á djúpri siglingaleið fyrir Straumnesið. Tilgangurinn var auðvitað að granda óvinaskipum sem kunnu að leggja leið sína þarna um. Aldrei vissum við nákvæmlega hve stórt svæðið mundi vera á hvern veg. Það er ansi mikill straumur úti af öllum þessum nesjum og þá ekki síst Straumnesinu. Lágu duflin það grunnt í að þau komu upp úr á fallaskiptum, „um liggj- andann,“ eins og við orð- uðum það fyrir vestan. Á norður- og suðurfallinu hefur straumurinn haldið þeim í kafi. Við höfðum fiskað talsvert á þessum svæðum áður, og það var freistandi að róa þarna út, vegna þess að það mátti heita friður á þessu svæði fyrir togurum og öðrum bátum almennt. Raunar var það svo á stríðs- árunum að fiskgengd jókst talsvert, og það hefur auðvitað verið vegna þeirrar friðunar sem stríðið hafði óhjákvæmilega í för með sér fyrir fiskinn.“ Strákarnir bliknuðu „Við vorum margsinnis að slíta lín- una á þessum tundurduflabúnaði og seinna sá maður hve við höfðum oft farið óvarlega, því við reyndum stundum — við Garðar Finnsson á Svandísi og ég á Sædísi — að fara í hring til þess að losa línuna af þessum fjanda. Áuðvitað bliknuðu strákamir svo, þegar þeir sáu hvað við vorum að fást við. Línan var þá föst á strengn- um sem tundurduflin lágu við. Eitt sinn sáum við glitta í sjálft tundurduflið rétt undir hælnum á bátnum. Hefði línan flækst á takka á þessu hefði varla verið að sökum að spyrja. Þessi dufl voru stórar kúlur, þó fremur perulaga. Var lok á þeim efst, en takkar í kring. Aldrei varð samt slys af þessu og líklega hafa bátarnir verið nógu smáir til þess að við sigldum ofan við dufl- in. Á Djúpinu gerði oft heilmikil veð- ur og þá slitnaði þetta upp og var á reki um Djúpið. Við vissum auðvitað af þessu og því voru menn stöðugt á verði og skimandi fram fyrir bátinn í sjóferðunum. Við sáum tundurduflin líka iðulega á reki þarna um sjóinn. Við komum auga á margvíslegt rekald í þessum ferðum, sem minnti á að mikil átök áttu sér stað úti á hafinu. Við sáum oft látna menn í bjargbelt- um. Ég minnist þess að eitt sinn tók ég upp lfk úr sjónum og flutti með mér í land. Á líkinu voru skilríki. En það kom svo á daginn að Bretunum var ekkert um það gefið að við værum að hirða þetta upp og létum við það eiga sig upp frá því. Nei, ég varð aldrei var við átök úti fyrir Djúpinu, skothríð eða þess hátt- ar, en við sáum þessar skipalestir oft. Einu sinni rákumst við á stýrishús af færeyskum báti, sem greinilega hafði verið skotinn niður eða lent í ein- hverju hernaðartóli.“ Hurð skall nærri hælum „Jú, rétt er það. Það gerði oft hörð veður á okkur á Djúpinu á þessum árum og mætti rekja margar sögur af því. Ætli við höfum þó ekki verið einna hættast komnir árið 1943 þegar ég var í mínum fyrsta róðri á Jódísi, en hún var aðeins stærri en Sædís, eða 16 tonn. Við vorum staddir N-NA af Ritnum, einar 20-25 mflur, og áttum eftir að draga fjögur tengsli, þegar vélin hjá okkur snarstöðvast og við fáum hana ekki í gang aftur, hvernig sem reynt var. Komið var versta veð- ur og fór harðnandi. Við heisum því segl og reynum að halda í áttina að Djúpi, en fljótlega brotnar bóman af stórseglinu og við gátum ekki notað það lengur. Vorum við nú bara með messa og fokku, sem mátti segja að nægði, því alltaf herti vindinn. Þegar við vorum komnir þvert út af Straum- nesinu, sjáum við til bresks togara að skrapa úti af Aðalvíkinni. Við kyntum bál til þess að gera vart við okkur, en erfitt var að kveikja eld- inn, því nú var komið ofsaveður og norðanstormur. En togarinn sinnti okkur ekkert, þótt hann hljóti að hafa séð þetta. En okkur tókst að komast innar í Djúpið og inn að Miðleiti, sem er eitt þriggja leita á Stigahlíðinni. Vorum við að reyna að kúvenda fleytunni til þess að geta siglt út aftur og fyrir Stigahlíðina, til þess að ná fjörðunum fyrir vestan og forðast að reka upp í hlíðina. En þá var Ríkharð, sem Björgvin Bjarnason átti, eftirlitsskip fyrir vestan. Bar hann að í þessum svifum og hafði verið að leita að okk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.