Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 80
80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Svanurinn sendur á handfæraveiðar á meðan hann var að bíða eftir haust- vörunum. Eg man ekki hve margir skipverjar voru á Svaninum en geri ráð fyrir að þeir hafi ekki verið fleiri en sjö eða átta. Eg man að einn þeirra hét Larsen, stuttur og digur. Hans embætti var að salta fiskinn sem veiddist yfir sumarið. Á þeirri vertíð voru nokkrir Ólsarar á Svaninum, ég held fimm eða sex, og þótti okkur strákunum að minnsta kosti að þeir væru forframaðir þegar þeir komu heim að haustinu.“ Elsta akkerisvinda um endi- langt Danaveldi! „Það var venja og sjálfsögð skylda að hjálpa Svaninum til að komast út af höfninni og það fyrsta sem gera þurfti var að ná upp akkerum, en þau voru stór og þung og akkerisfestar furðu langar og gildar járnkeðjur. Spilið eða akkerisvindan mun hafa verið af elstu gerð sinnar tegundar „um endilangt Danaveldi" eins og Svanurinn sjálfur, og sett í hann þeg- ar hann var smíðaður 1777. Spilið var um faðmur á lengd og lá þversum á þilfarinu framarlega. Það var sívalt og mjórra um miðjuna en til endanna. Undir því voru tveir miklir trékubbar sem lyftu því um fet frá þilfarinu. Ekki var vél þessari snúið með sveif- um, eins og oftast var á slíkum verk- færum, að öxull stóð út úr báðum endum sívalningsins og voru sveifar settar á endana og spilinu snúið með handafli. En á Svaninum var aðferðin sú að fjögur ferköntuð göt eða holur voru til endanna á spilinu með jöfnu millibili og vissu upp og niður, fram og aftur. Síðan voru teknir tveir „handspaðar“ (orðið er líklega afbök- uð danska) en það voru eikarstautar um fimm feta langir, á við karlmanns- handlegg að gildleika, sívalir en fer- kantaðir upp eftir öðrum endanum. Tveir menn voru um hvern hand- spaða. Nú var ferkantaða endanum stung- ið niður í það gatið sem upp vissi, á báðum endum vindunnar, og því næst neyttu allir fjórir mennirnir afls til að ýta á handspaðana, þangað til endar þeirra námu við þilfarið. Þá hafði spilið snúist fjórða part úr umferð. Síðan voru handspaðarnir teknir úr götum sínum og settir í göt þau sem nú voru komin ofan á. Þegar þetta hafði gerst fjórum sinnum var kominn einn snúningur — eða með öðrum orðum, spilið hafði snúist einu sinni um ás sinn. Ef menn voru nokkurn veginn handfljótir við þennan starfa hafa þeir snúið spilinu þrjá til fjóra snúninga á mínútu, en við hverja um- ferð náðist svo langur spotti af akker- iskeðjunni sem svaraði ummáli vind- unnar. Aðferðin var seinleg, því ber ekki að neita, en hún hafði verið látin nægja í 116 ár og ekki kom að því að henni yrði breytt „samkvæmt kröfum nútímans" því nú hafði akkerum Svansins verið létt í seinasta sinn. Þegar akkerin voru laus úr botni var farið að draga upp segl þau er þurfi, en þau voru mörg á Svaninum, ég held ein tólf. Fyrir kom það ef logn var að þá þurfti að „búgsera“ skipið út: róðrarbát, sexæring, var beitt fyrir og skipið róið út svo langt sem þurfa þótti. Var ekki skilið við skipið fyrr en það var orðið sjálfrátt ferða sinna á sjónum." Mesta sorg í manna minnum „Um haustið 1893 sigldi Svanurinn inn á Ólafsvíkurhöfn í seinasta sinn. Þá var búið að skipa út talsverðu af vörum þegar hann rauk upp með norðaustangarð, svo hætta varð af- greiðslu skipsins. Og eftir nokkra daga lá Svanurinn strandaður uppi í sandinum og var það meira áfall en tlest annað sem hugsanlegt var að komið gæti fyrir. Það kom fyrir að bátum hlekktist á og menn fórust úti á sjó eða í lendingu. Þá var sorg hjá þeim sem höggið dundi á, en aðrir þökkuðu forsjóninni fyrir að þeim var hlíft og héldu gleði sinni. En þegar Svanurinn var lagstur á börurnar, þá syrgðu allir, ungir og gamlir, karlar og konur, hver eftir því sem hann var skapi farinn. Ég gæti nefnt með nafni konur sem reikuðu sinnulausar um strandstaðinn með þungum ekka og aðrar sem óðu grenj- andi um plássið í hamslausri sorg og eins og óhuggandi. Svanurinn var ást- vinur allra og nú áttu allir honum á bak að sjá...“ „Sveif í vindi fley...“ „Svanurinn var enginn siglinga- vargur en hann var traust skip og far- sælt og komst ferða sinna alveg eins og önnur kaupför, sem hraðsigldari voru. Auðvitað gátu eðlilegar tafir seinkað ferðinni en um slíkt var ekki fengist, þar voru annarleg öfl að verki sem enginn maður í víðri veröld réði við í þá daga. Margar kynslóðir höfðu tekið sér fari með honum: „Biskupinn í Görðum“ lýsir á sínum tíma gleði sinni yfir því að amtmaðurinn vinur hans muni „sigla með „Svanen,“ sem ég þekkti í mínu ungdæmi sem hið heppnasta skip á Vesturlandinu. Þetta skrifar hann sjötugur og hefur haft góðan tíma til þess að kynnast Svan- inum, því þeir voru jafn gamlir, bisk- upinn og Svanurinn, báðir frá árinu 1777.“ Löngu síðar gerist það svo að þjóð- skáldið Steingrímur Thorsteinsson — eina skáldið sem alist hefur upp undir Jökli — að sögn Oscars Clausen — sigldi í fyrsta skipti með Svaninum. Það var á þilfarinu á Svan sem hann orti kvæðið til Snæfellsjökuls, sem endar á þessu erindi: „Ég sáþig síðl’á kveldi, sveifí vindi fley, rennandi röðuls eldi roðinn og vissi ei, er þúfa hvatf mér hæsta þín, hvort aðföldu hana sjón haf eða tárin mín. “ „Þægindin“ um borð Og enn vitnum við í minningar Björgúlfs Ólafssonar: „Ég varð aldrei svo frægur að koma ofan í káetuna á Svaninum á meðan hann var á floti og Pjetursen var húsbóndi þar. En eftir að hann var kominn upp í sandinn leið víst varla nokkur dagur svo að við strákamir könnuðum ekki þar hvern krók og kima og þá bæði káetu og lúkar. Ég man ósköp vel eftir þeim vistarverum og ekki mundu þær þykja göfug salar- kynni nú, þegar við förum um höfin á „fljótandi hótelum." Við mundum kalla það smákompur einar sem far- þegar, háir sem lágir, urðu að hírast í á ferðum sínum milli landa, höfðingj- ar og burgeisar aftur í hjá kapteinin-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.