Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 97

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 97 Skopmynd af „Hamonu" vegna bugðunnar á stjórnborðssíðunni. glæsilegasta eins og teikningin hér með af amerískri skonnortu vottar, en var nú nokkuð tekið að lýjast. Fyrri glæsileika hélt það samt, þótt það væri búið lítilli hjálparvél. Ekki leist landsmönnum vel á far- kostinn þegar hann kom og sagt var að böndin væru svo fúin að það mætti „moka þeim burtu með skóflu“. En sannurinn var sá að það voru einkum öftustu böndin sem fúi var í og voru þau endurnýj- uð og fór skipið margar ferðir til Englands og var síðar notað til flutninga. Sögumaður okkar um „Hamonu“ er Sigurður Kristjáns- son smiður. Faðir hans, Kristján Ebenesersson frá Flateyri var skip- stjóri, en hann var sonur Ebenesers Sturlusonar hins kunna skútuskip- stjóra. Sigurður var skipverji á „Hamonu“ um tíma og kann því vel frá skipinu að segja. „Eg veit ekki hvar kaupandinn kom auga á skipið,“ segir Sigurður, „en hann var Anton Proppé á Þingeyri og hlaut skipið skrásetningarnúmerið ÍS-29 og stofnað um það hlutafélag sem hét „Gláma.“ Faðir minn var skipstjóri á „Hamonu“ allt frá því er þeir fóru út að sækja skipið, þótt þá væri með í för nokkurs konar „segla- skipstjóri“ Jón Guðmundur Olafsson, sem var vanur seglskipamaður. Pabbi var svo með skipið fram yfir áramót 1944-45 þegar Ari Jónsson frá Þing- eyri tók við af honum. Aðrir sem voru með í för þegar skipið var sótt voru Jóhannes Finnsson, Sigurlaugur Guð- mundsson frá Flateyri, Þórður Magnússon frá Flateyri og Jón Jónsson frá Seglbúðum. Eftir að til Islands kom var skipið rúið öllum fyrri glæsileika sínum. Það hafði verið með litla hjálparvél, en nú voru settar í það tvær 120 ha. vélar af gerðinni Atlantik, en þær nægðu þó ekki til þess að skipið gæti siglt meira en 7 til 8 mílur. Áður, meðan hinn glæsti seglabúnaður knúði það áfram var ganghraðinn fjórtán til fimmtán mílur. Mér var enda sagt að aftur- seglið hefði verið 32 dúka breitt og náði bóman 16 fet aftur fyrir skut. Bómuna af aftursegli þessu má sjá á myndunum hér með, en þær eru tekn- ar á heimsiglingunni og fyrir breyt- ingarnar. Verra var þó að við komuna til íslands var sett stýrishús á skipið og til þess að koma því fyrir var aft- urmastrið fellt, sem verið hafði stolt þess sem seglskips. Þær endurbætur voru annars gerðar á skipinu að 1944 var sett á það slitdekk og þar að auki hugðust menn „sponsa“ í bletti sem voru á byrðingnum. En þegar til kom þá reyndist viðurinn í byrðingnum ekki fúnari en svo að þegar sporjárnin voru komin hálfan sentimetra inn fyr- ir dignuðu á þeim eggjarnar! Nokkru eftir komuna til Islands henti það slys þegar verið var að gera við skipið í slippnum í Reykjavík að það féll á hliðina í fjörunni vestan til við Ægisgarðinn og er mér sagt að ekki hafi verið nema tveggja til þrigg- ja feta vatn undir þegar „Hamona“ datt þarna. Við þetta hlaut hún þann skaða að „bunga“ myndaðist á stjórn- borðssíðunni sem ekki var hægt að lagfæra og hentu menn gaman að þessu, eins og skopmyndin sem sjó- mannablaðið „Víkingur“ birti og hér fylgir vottar. Eg gerðist háseti hjá föður mínum á „Hamonu“ vorið 1943 og varð þá sem aðrir um borð var við þann Hér Irefur stýrishúsið verið sett á skipið — og ekki hefur farkosturinn fríkkað!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.