Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 21
i5
sem fæddist 7. júlí 1826 og dó 21. ágúst sama ár.
Þaö er almannamál, að eldri börn Rósu, Rósant
Berthold og Þóranna Rósa, hafi verið börn Nat-
ans. Brynjólfur á Minna-Núpi lætur og sama gilda
í riti sínu um þau Natan, og styöur þaö hvað helzt
við vísuna alkunnu: „Seinna nafnið sonar þíns o.
s. frv.“ Það er þó að öllum líkindum rangt, enda
er ekkert á vísunni að byggja í því efni, því að hún
gæti verið kveðin til hvers þess, er væri faðir
barnsins, og þá ekki síður til Ólafs, manns Rósu,
en annara. Hinn 26. janúar 1827 hélt Blöndahl
sýslumaður próf yfir Rósu og Ólafi, manni henn-
ar, út úr fæðingu Súsönnu, og er sú rekistefna,
eins og margt fleira slikt, fulldyggðugum sóknar-
presti að kenna. Rósa var spurð, hvort hún kann-
aöist við brotið, „og játar hún því, eins og bæði hún
og maður hennar segja þetta hennar fyrsta hór-
dómsbrot“, en maður hennar segir, að hann „hafi
fyrirgefið henni brotið og áformi framvegis að
framhalda hjónabandssambúð með henni“. Þessi
framburður verður hvorki hrakinn né rengdur, enda
er Rósa, eins og hún virðist hafa verið skapi farin,
ekki líkleg til þess að þræta fyrir þetta, ef satt
væri. Afkomendur Rósu, þeir sem nú eru uppi,
verða því að sætta sig við það, að enginn þeirra
sé afkomandi Natans, og ætti það að vera auðgert.
Það er og rétt að geta þess hér, að hjónabands-
slit Ólafs og Rósu stöfuðu ekki af samförum Nat-
ans og hennar eða af fæðingu Súsönnu, eins og
Brynjólfur á Minna-Núpi segir, því að Rósa skildi
fyrst við Ólaf 1831 og fór þá frá Vatnsenda, en
kom þó þangað aftur 1833 og var þar í húsmensku
eitt ár, en yfirgaf svo Vatnsenda og Ólaf að fullu
og öllu 1834.
Ekki er hægt að vita, hvort Natan hafi tekið