Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 208
202
staddir veriÖ hafi, sem sama skrif greinir með víð-
ara. Sýslumaðurinn Hans Wíum framfærir að það
vitni, sem hér i gær hefði ekki kunnað sökum fjar-
lægðar að mæta, væri enn nú ekki komið til lög-
þingsins, en obligeraði (þ. e. skuldbatt) sig, að það
skyldi mæta hér á næstkomandi föstudag fyrir mið-
dag.“
Það virðist af þessu svo, sem Wíum að einhverju
leyti hafi haft vonda samvizku, úr því að honum
þykir nauðsynlegt að hafa þrjú vitni að forföllum
Sunnefu, svo og, að hann hafi búizt við því, að
framburður hans eins myndi ekki tekinn trúanlegur
um þetta. Virðist það jafnvel benda til, að eitthvert
kvis hafi þá verið um samdrátt milli hans og Sunn-
efu. Svo er og einkennilegt, að Wíum er aðeins með
einn vottinn hjá sér og með greinileg undanbrögð
undan að koma með hinn. Það var því von, að Magn-
ús lögmaður Gíslason færi að hyggja betur að þessu
eina vitni, sem við var, þó það reyndar eins vel
hafi getað verið af hrekk, hafi honum verið kalt
til sýslumanns. Því er það, að þegar „Brynjólfur
Brynjólfsson kom fyrir réttinn, spurði lögmaðurinn,
herra Magnús, sýslumann Hans Wíum, hver sá mað-
ur væri, hvar til hérnefndur sýslumaður svaraði, að
hann Brynjólfur hefði verið skólapiltur. Síðan spurði
lögmaður Magnús sýslumann Hans Wíum, hvort
hann kynni að framvísa nefnds Brynjólfs kynningu
(þ. e. skilríkjum). Sýslumaður óskaði, að sér væri til
næstkomandi föstudags gefinn þar til frestur“, og
hann fékk hann og þau skilaboð með, að þá ætti
hann að hafa vitnin í lagi. Við Brynjólf þennan
hefir þá þegar þótt eitthvað bogið, sem og reynd-
ist, og það hefur verið farinn að leika grunur á, að
vitnin væru í sjálfu sér einskis nýt, sem líklega
hefur verið rétt. Hitt hlýtur mann nú að gruna,