Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 382
376
og 1455, er snerta þaS, er SigurSur príor sonur hans
ættleiÖir Jón son simi 9 (D.l. IV, nr. 662, bls.
583—584 og V, nr. 118, bls. 129—130). Síöari gern-
ingurinn bendir helzt til þess, að Jón hafi (1455)
búið í, Lönguhlíð neðri í Hörgárdal. En ekki er þó
víst, hvar hann bjó. En Jón mun hafa verið bróðir
Ingunnar siðari (eða síðustu) konu Seinþórs Jóns-
sonar, föður séra Sigmundar, föður ins nafnfræga
Jóns lögmanns. En þó var Ingunn ekki móðir séra
Sigmundar.En hún mun heitin eftir frændkonusinni
Ingunni dóttur Brynjólfs ríka á Ökrum.1) Það má
sjá af því, sem á eptir greinir, að faðir Jóns Ólafs-
sonar föður Sigurðar priors hefir verið:
Ólafur Sigurðsson lögmanns, frá Silfrastöðum,
Guðmundssonar riddara og lögmanns í Lögmanns-
hlíð, Sigurðssonar lögmanns þar, Guðmundssonar
ofsa (Þórhildarsonar og) sonar þorvalds auðga ins
yngra, Guðmundssonar dýra, Þorvaldssonar auðga
(d. 1161), bróður Fljóta-Ketils, Guðmundssonar,
Guðmundssonar agla, Eyjólfssonar halta á Möðru-
völlum í Eyjafirði, sem fyrr er getið. Jón biskup
Arason var þvi ekki af smámennum kominn að
langfeðgatali, og er um annaðhvort að tefla, að
niðjar hans hafa ekki vitað um faðerni og fram-
ætt Sigurðar príors afa hans, þó að það komi kyn-
lega fyrir sjónir, — eða þeir hafa talið Sigurð príor
svo kunnan mann, og framætt hans, að þeir þóttust
1) Ingunn Ólafsdóttir hefir verið stjúpmóðir Halldórs
Steinþórssonar lögréttumanns og fleiri Steinþórssona. Hall-
dór þessi hefir látið Ingunni dóttur sína (sem talin er
móðir Gísla Hákonarsonar, föSur Árna rika á HliSarenda)
heita eftir stjúpmóSur sinni Ingunni ólafsdóttur. Menn
liafa ekki til skamms tima vitað, hver Halldór var faSir
Ingunnar móður Gísla. En það má glöggt sjá af nöfnun-
um og öðru, sem hér væri of langt aS telja.