Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 355
349
þá jómfrúin honum, a'ö nær sem einhver kæmi til
hennar, væri um hann setiö og staðið á hleri. Hélt
jómfrúin svo áfram sögu sinni, og sagði, að þegar
er hún hefði borðað vöflurnar, hefði hún orðið eins
og syfjuð, og er hún var háttuð, hafi brjóst hennar
og líf þegar þembzt og þrengt svo að hjartanu, að
hún hafi búizt við bráðum bana. „Síðan gaf guð þá
gæfu, að eg seldi upp, og það svo æsilega, að það
hélzt alla nóttina. Síðan varð ég svo máttfarin, að
ég varð að vera rúmföst, og eftir það virtist mér
alltaf vera fiðringur í fingrum, höndum og tám“,
sagði hún. Miðvikudag 3. maí var henni borinn
grautur, og „virtist mér það óvenjulegt, hvað var
mikill kanel og sykur á honum, og greip mig grun-
ur út af því. Eg tók svo tneð fingrinum og bragð-
aði á því, sem átti að vera sykur, en fann ekki af
því neitt sætubragð. Bað ég því Maren (Jespers-
dóttur), að hún vildi hjálpa mér að torga grautn-
um, því hann væri svo mikill. Eg hugsaði sem svo,
að ef eitthvað væri að honum, myndi hún ekki neyta
neins af honum. En þar eð hún hjálpaði mér til við
grautinn, óttaðist ég ekkert. Síðan gekk Maren á
burt, og upp úr þvi varð ég geysilega veik og hélt,
að hjartað myndi þeytast út úr kroppnum. Eg fór
að selja ákaft upp, og hélzt það alla nóttina og dag-
inn eftir, og eftir það missti ég allan mátt í fingrum
og tám, svo að ég lofta ekki skeiðinni, þegar ég
borða, og verð að láta aðra mata mig. Eg hefi
frétt, að Maren hafi orðið jafnillt af þessum graut
og mér, en mér er sagt, að hún hefði hlotið góða
aðhlynningu bæði af eldri og yngri Holm, og að
þær hafi gefið henni inn te, góðan mat og svita-
drykk, 0g því sé hún nú orðin heil aftur. En mig
fátæka og vesæla manneskju láta þær liggja hér
hjálparlausa. og er ekki nóg með það, sem ég hefi