Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 35
29
Því var þaö, aö Friörik á þorranum 1828 lagöi af
staö til Ulugastaða til þess aö spyrja Sigríöi, hvort
hún vildi giftast sér. Kvað hún Friðriki það kunn-
ugt, að hún hef'ði hug á Natan, sem heitið hefði
sér eiginorði. Sagði Friðrik henni, að það myndi
Natan aldrei efna, og komu þau ummæli vel heim
við hennar eigin grun. Ó1 Friðrik svo á þessu,
þótt hann væri reyndar sjálfur lofaður Þórunni
Eyvindsdóttur, að Sigríður féllst á þetta ráð, en
þótti þó sem þau Friðrik myndu ekki hafa efni
á að reisa bú. Þessi ummæli komu Friðrik þægi-
Ega, og kvað hann það vera ráð, að myrða Natan
og taka peninga hans, og gekk um leið ríkt á hana
um, hvar þeir væru fólgnir. Gaf hún ekkert út á
það að því sinni, þótt hún reyndar vissi, að pen-
ingarnir væru í kofforti Natans. Tóku þau nú öll
saman ráð sín Friðrik, Agnes, Sigríður og Daníel
nm, hvað gera bæri. Höfðu fastmæli þeirra Agn-
esar og Friðriks sérstaklega bundizt, er þau hitt-
ust á Ásbjarnarstöðum, eptir að Agnes var flúin
af Illugastöðum. Upp á ýmsu var stungið, og var
Eriðrik mjög áfram um það, að Natan væri pínd-
ur til sagna um það, hvar hann hefði peninga sína,
>VÍ honurn þótti Sigríður ekki nógu greinargóð
um það efni. Hin eyddu því þó að öllu. Varð það
að ráði, að þau skyldu sitja urn Natan og drepa
hann heima á Illugastöðum, en kveikja síðan i
bænum, svo að verksummerki sæust hvergi, og
skyldu þau öll styðjast að því. Friðrik leitaði nú
nokkrum sinnum að því að koma glæpnum í verk,
«n hitti í bæði skiptin Sigríði eina heima, og dró
hún þá úr Friðriki, svo að hann aðhafðist ekk-
ert. Þó að fyriræitlanir þeirra hjúanna ættu að
fara leynt, voru þær að minnsta kosti á vitorði
þriggja manna, þeirra Sigurðar Ólafssonar og Þor-