Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 36
30
bjargar Halldórsdóttur, foreldra FriÖriks, og latti
Þorbjörg ekki Friðrik, svo og á vitorði Gisla Ó-
lafssonar, föÖurbróSur Friðriks, sem Friðrik hafði
reynt að fá til verksins með sér, þó að það tækist
ekki. ÞaS var því aS vonum, að Friörik væri orS-
inn mjög ákafur aS koma nú verkinu fram.
Svo sem frá hefur verið sagt, hafði Agnes flúið
undan Natan til ÁsbjarnarstaSa, og meSan hún
var þar, kom Fjárdráps-Pétur Jónsson, vinnumaS-
ur Worms Beck á Geitaskarði, til að biðja Natan
að fara þangað til þess að reyna að lækna Worm,
sem var sjúkur. Þar eð Natan var fjármannslaus,
átti Pétur að vera á Illugastöðum, meðan Natan
færi að GeitaskarSi. ÁSur en Natan lagSi upp í
ferðina, lagði hann ríkt á um það við Sigríði, að
hún mætti ekki hýsa Agnesi, ef hana bæri aS garði,
nema ófært væri veöur. Hvort sem Natan hefur
fundið það á sér eða ekki, er það þó víst, að minna
varö úr flótta Agnesar en til hafSi staðiS, og með-
an Natan var að heiman, sneri hún heim á 111-
ugastaSi og vildi setjast þar aö aptur. Þóttist nú
Sigríður í vanda stödd og vildi ekki lofa Agnesi
inni, nema með hreppstjóra ráöi. Hreppstjórinn,
Jón Sigurðsson í Stapakoti, réð henni til þess að
taka viS Agnesi, og varS þaS úr. Komu þær stall-
systur sér nú saman um aS láta Natan ekkert vita
um fjörráðin, og er Natan kom heim, bað Agnes
hann forláts á brotthlaupinu, og lét Natan sem sér
likaöi vel, aS viS Agnesi haföi veriS tekiS. Þetta
var að áliðnum degi 13. marz 1828.
AS kvöldi sama dags háttuSu þeir Pétur og
Natan í baðstofu, hvor í sínu rúmi, og tóku á sig
náðir, og var svo til talað, að Sigríður skyldi sofa
hjá Natani, en Agnes i fjósi. Er þeir Natan voru
sofnaðir, kom Friðrik á Illugastaði, og þótt Daníel