Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 238
232
hafi veriS i dóminn nefndur, en eitt þeirra minnir
þaÖ. Ekki muna þau, að Jón hafi undirskrifað eða
gefið neinum umboð til þess.
Það sýnist því hafið yfir allan efa, að tveir af
hinum átta meðdómsmönnum Wíums hafi aldrei rétt-
inn setið. Hefir Wíum hlotið að vita það, enda virð-
ist hann hafa fengið Bjarna Einarsson til að falsa
nafn Sigurðar Brynjólfssonar í bókina.
Örnólfur Magnússon ber það sjálfur, að hann hafi
að vísu setið dóminn, en játar, að hann hafi þó
verið ódómhæfur fyrir þá sök, að hann var dæmd-
ur útlægur úr Norðlendingafjórðungi fyrir þjófnað.
Vitnin þrjú, er dóminn höfðu setið, viðurkenna, að
þau hefðu heyrt því fleygt, að svo væri, en ekki
gert sýslumanni aðvart. Virðast þau hér, sem endra-
nær, vera að bera blak af sýslumanni, og eru svo
mikil brögð að því stundum, að manni finnst eins
og þau gætu verið „pöntuð“.
Tveir meðdómsmennirnir eru dauðir, þegar hér
er komið, svo óvíst er um, hvort þeir hafi þar ná-
lægt kornið. Að visu bera þeir þrír menn, er dóm-
inn þóttust hafa setið, að hinir látnu hefði dóminn
gengið, en þeir eru, eins og getið var, ærið vilhallir,
að þvi er virðist.
Ein þrjú vitni, auk Örnólfs þjófs, játa að
hafa gengið dóminn, og verður að telja það full-
sannað. Um tvo meðdómsmenn er óvist, um tvo
er víst, að þeir sátu ekki dóminn, og um einn víst,
að hann var ódómhæfur. Wíum hefir því ekki getað
dæmt þau systkini til dauða með fleiri en fimm dóm-
hæfum meðdómendum, í stað átta, og er þó ósann-
að, að þeir hafi verið fleiri en þrir.
Auk þessa ágalla á dóminum, hafði verið ann-
að þar óbótavant. Það er sannað með sameiginleg-