Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 237
231
málið, Jón þessi, Jón á Ekkjufelli, Jón í SeyíSisfirtSi
og Jón SunnefubróÖir) hefÖi gengiÖ dóminn. Jón
á Eyvindará ber það sjálfur, að hann hafi verið
þar við 30. júní 1742, að rétturinn var settur á
Bessastöðum, en veit ekki til, að hann hafi verið
í dóminn nefndur. Hafi hann farið úr þinghúsinu
löngu fyrir réttarslit, af því að hann hafi séð hross
í engjum sínum, en sú afsökun kemur mjög kunnug-
lega fyrir hér á landi. Ekki kveðst hann hafa tekið
þátt í dómsuppsögninni eða gefið neinum umboð
til að undirskrifa dóminn. Síðar hafi hann þó frétt,
að skrifari sýslumanns, Grímur, síðar prestur, Bessa-
son, hafi ritað nafn hans í dómabókina. Hafi þeir
síðar talað um það, og hafi Jón þá gefið Grími
það skriflegt, að sér „það vel líkaði, þó hann sig í
minn stað í réttinum hefði til þénustu fram gefið,
og í því tilliti hefði skrifað mitt nafn undir, með
því móti, að hann því sama með síns sjálfs eiði vildi
fyrir standa, ef þörf gjörðist".
Síra Grímar Bessason ber nákvæmlega sama og
Jón, að því undanskildu, að hann segir Jón áreiðan-
lega hafa verið í dóminn nefndan. En nafn Jóns
segist hann hafa undirskrifað án vitundar Wíums
í þeim tilgangi, að firra Jón, sem væri vinur hans,
vandræðum fyrir það, að hafa yfirgefið réttinn leyfis-
laust. Gæti þetta allt bent til þess, að síra Grímur,
sem var handgenginn Wíum, hefði með hótunum
um illar afleiðingar, kúgað skrif það af Jóni, þar
sem hann kveður sér vel líka undirskriftina, enda
virðist Jón hafa verið heldur lítilsigldur, ef af fram-
burðinum má dæma. Vitnin þrjú, sem sátu dóminn,
bera, að Jón hafi að visu verið við, er rétturinn
hafi verið settur, en hafi síðan, þeir muna ekki nær,
farið á burtu. Tvö þeirra muna ekki, hvort Jón