Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 385
379
um“ I, bls. 2—3. En þar hefir sú villa slæSzt inn
(á bls. 3), aS frú Halldóra móðir Kristínar, dóttir
Þorvalds Geirssonar, muni hafa veriS kona Einars
Þorlákssonar bróSur Ketils hirðstjóra(!). En það
en Loftur á Möðruvöllum. Mööruvalla og Möðruvallafólks
•er naumast getið í sambandi við séra Halldór í neinum
fornum ritum (skjölum né annálum), sem nú þekkjast.
Auk þess væri það ótrúlegt, að þær Sunniva og Tófa föð-
-ursystur séra Halldórs, sem báðar lifa enn 1403, væru
dætur herra Þórðar Hallssonar á Möðruvöllum, sem dó
1312 (kvæutur 1274). En Loftur Þórðarson, faðir séra Hall-
■ dórs, var af Grundarætt í Eyjafirði og Oddaverjaætt, —
sonur Þórðar bróður Jóns „bónda“ á Grund (D.I. II, 453.
bls.). Þessi Þórður og Jón „bóndi“ hafa verið synir Björns
Loftssonar (Hálfdanarsonar, Sæmundssonar; sjá „Búta“ I.)
og konu Björns, Arnþrúðar frúar Eyjólfsdóttur, Ásgrims-
sonar. Jón (Björnsson) á Grund bróðir Þórðar reynist
nú að hafa átt Valgerði (d. 1347: Ann., D.I. II, 453) Þórð-
ardóttur frá Möðruvöllum, Hallssonar; þeirra dætur hafa
þær verið: a) Grundar-íA’k/a Jónsdóttir (Artiðaskrár 86,
90), d. 22. júli c. 1380, kona Einars Eiríkssonar (s. st.
29. marz), og b) Margrét Jónsdóttir (d. 1392: Flat.ann.),
er verið hefir móðir Jóns Hákonarsonar, Gizurarsonar galla.
Þeir Björn Jórsalafari og Jón Hákonarson voru þannig
systrasynir, og hefur Halldór pr. Loftsosn verið þeim svo
skyldur: —
Björn riddari J Þórður. - Loftur. - séra Halldór,
Loftsson (d. 1312)) Jón bóndijGrundar-Helga. - Björn Einarss.
= Arnþrúður á Grund (Margrét. - Jón Hákonarson.
iÞórður (Björnsson) hefur ef til vill átt systur herra Guð-
mundar lögmanns Sigurðssonar í Hlíð. Þessari einu ætt-
færslu um Grundar-Helgu er unnt að koma saman við
nánustu rannsóknir i samanburði við aðrar samtíða ættir,
sem þekkjast. Aðrar áætlanir um framætt Grundar-Helgu
hafa allar reynzt rangar og korna í bága við ýmislegt, sem
<aú er kunnugra en fyrr var.