Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 223
aðallega fyrir þá sök, aÖ sér hafi ekki tekizt a’Ö ná
þeim io rdl. kroner, sem honum hafi veri'Ö vísa'Ö
á aÖ taka hjá SigurÖi umboðsmanni Wíums.
Hinn 12. des. svarar Lafrentz amtmaÖur honum í
mjög alvöruþrungnu bréfi. Kallar hann undanfærslu
hans óheiðarlega (Uredelighed) og segir, að hún sé
prettur (Finte) til að komast undan sókninni, og
beri vott um, að hann sé á bandi Wíums, og
er vist óhætt um það, að þar hefir amtmanni
missýnzt heldur en ekki. „En“, bætir amtmaður við,
>.til að geta bjargað lífi saklauss manns, og svo hinn
fátæki fái náð rétti sínum til jafns við hinn ríka,
læt ég yður vita, að ég ætla að greiða yður þessa
Jo rikisdali úr mínum eigin vasa“. Er á þessu ber-
sýnilegt, að hann álítur Wíum sekan. Svo litið traust
hefur hann þó á framkvæmd Sigurðar, að hann
segist muni skipa Brynjólfi lögréttumanni Gíslasyni
a"b taka við sókninni af honum, ef hann skyldi for-
fallast „án þess að ljúga uppá almáttugan guð“
(uden at lyve den almægtige Gud paa), svo málið
skuli ekki fyrir þá sök teppast. Ekki stóð heldur á því,
því sama dag gengur hann frá skipunarbréfi Brynj-
°lfs, og leggur þar meðal annars ríkt á við hann,
a<5 leita, meðan á prófunum standi, aðstoðar dóm-
arans til þess, að Wíurn grípi ekki frarn í fyrir vitn-
Unum, svo og að hann líði ekki, að Wíum vinni
nema fríunareiða, nema þar um sé genginn dóm-
u- fyrir æðra dómstóli.
En það var ekki Sigurður Stefánsson einn, sem
Var með vifilengjur, heldur hafði setudómarinn, Þor-
stemn sýslumaður Sigurðsson, beðizt undan þeim
starfa, og um leið gert alveg óheyrilegar tillögur um
rekstur málsins, svo að amtmanni, sem vonlegt er,
blöskraði. Sýslumaður hafði nefnilega gerzt svo ótrú-