Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 145
139
vel að sér hálsbjargartígulinn, og bjuggu sig, sem
niáttu.
Þegar bátur reri í fyrsta sinn á vertíðinni, krupu
hásetar hver á sínum stað hjá bátnum, áður hon-
tttti væri ýtt á flot. Gerðu nú allir bæn sína, en
formaður hafði yfir i heyranda hljóði þessi orð:
i.Guð varðveiti hér allt i kring, menn og skip með
öllu sinu tilheyrandi." Síðan gjörði formaður sign-
lng og krossmark fyrir báðum stefnum skipsins.
^'ar báturinn síðan hlunnfæröur til sjávar. Loks var
ýtt frá landi og setzt undir árar. Þegar út úr lend-
'ttgunni kom, lyftu menn árum úr sjó, settu hlumm
ttndir hnésbót, tóku ofan hatta sína og settu við
hlið sér á þóttuna, og höfðu siðan yfir stutta sjó-
ferðarbæn, sem þar vestra nefndist vararbœn. Var
nu haldiS út á miS. Siglt, ef byr gafst, en annars
ttóið. Loks var rennt færum, og settust þá tveir
ttrenn undir andóf. Fyrst renndu hásetar beru, en
öeittu síðan ljósabeitu, — þ. e. gellum og smálúðu.
Eigi veit ég með vissu, hvort fiskur hafi verið blóðg-
aÖur, en þó þykir mér sennilegt, að svo hafi eigi
verið um miðja 18. öld, að sögn Eggerts Ólafssonar.
Gæfist veiðin svo vel, að báturinn gæti eigi borið,
Var slægt útbyrðis. Fiskurinn var hausaður og slóg-
öreginn, og öllu kastað fyrir borð, nema lifur. Þótti
jttonnum illt að missa af slóginu, en mátu þó fisk-
inn meir. Og nokkuð bætti úr skák, þar sem það
Var almenn trúa manna, að fiskur legðist og héld-
3sb þar sem slægjað hafði verið útbyrðis.
Þegar formaður hafði skipað fyrir að hafa upp
ttg leggja út eða seglbúa, var haldið af stað heim.
Dritvíkurbátar lentu á tveim stöðum í Vikinni,
yið svonefnda Möl, eða í Pollinum. Milli Bárðar-
skips og Dritvíkurkletts myndast Pollurinn, og nýt-
ttr mikils skjóls. En hann er lítill um sig, og gátu