Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 384
378
og Sigríöur Þorsteinsbörn þar (1412—15) veriS
systkyn Péturs í Gunnarsholti, börn Þorsteins
Styrkárssonar (Grímssonar lögmanns, Þorsteins-
sonar, Hafurbjarnarsonar). En Þorsteinn lögmahur
Eyjólfsson hefir átt Kristínu ÞórSardóttur, Kol-
beinssonar, AuSkýlings, eins og ég benti á í „Bút-
ir Kolbeins bónda í Ási í Holtum, Péturssonar lögmanns
(á Ví'ðimýri), Halldórssonar, Önundarsonar, líkl. Einars-
sonar, Hallssonar. Kleocjárnssonar. Móðir Péturs lögmanns
og Kálfs og Margrétar (sennilega móður séra Halldórs á
Grund, séra Sigurðar og Guðmundar (d. 1392), Loftssona
(stjúpsona Asu Eiríksdóttur, Magnússonar frá Svalbarði)
hefir verið (Valdis? d. 1369, f. c. 1280), dóttir Kálfs á
Víðimýri, Brandssonar, Kolbeinssonar Kaldaljóss. Pétur
lögmaður hefur átt Iugibjörgu dóttur Svarthöfða (d. 1340)
Haukssonar lögmanns (sbr. „Búta“ bls. 32 o. v.). Því fékk
Kolbeinn son þeirra Ás í Holtum. Þuríði Kolbeinsdóttur
átti síðar (án efa) Narfi Vigfússon, Flosasonar; þeirra
son Erlendur í Teigi „frændi“ Jóns prests Maríuskálds
þ. e. sam-mæðri bróðir Páls föður séra Jóns. Hér með
mega vist allar fyrri áætlanir um framætt séra Jóns Maríu-
skálds falla ógildar. Þær hafa allar reynzt rangar.
Samkvæmt rannsóknum þessum má nú telja svo, að Jón
prestur Pálsson Maríuskáld, liafi verið kominn í beinan
karllegg af Ásbirni Özurarsyni, bróðursyni Ingólfs Arnar-
sonar (ísl.sögur3 I, 320 bls.). Brandur lögmaður Jónsson
Ketilssonar, Pálssonar, gæti verið sammœðri bróðir Finn-
boga lögmanns Jónssonar, prests, Pálssonar. En albróðir
Finnboga var Brandur ekki. Hann var miklu eldri en
Finnbogi, en þó ekki fæddur fyrir 1410.
Þar sem ég minntist hér á séra Halldór Loftsson á
Grund (d. 1403) get ég þess um leið, að fullyrða má, að
hann hefur ekki verið sonur Lofts Þórðarsonar á Möðru-
völlum, sem menn hafa lengi talið, heldur stjúpsonur Ásu
dóttur Ingiriðar Loftsdóttur frá Möðruvöllum (i Eyjafirði),
en sonur Lofts Þórðarsonar á Svalbarði, sem getur í auka
Auðunarmáldaga (D.I. II, 457. bls.), sem er allur annar