Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 181
i75
Uröu þeir Vilhjálmur þá nágrannar og vinir. Mátti
segja, aö Vilhjálmur væri daglegur gestur á Víöi-
völlum.
í Skagfiröinga sögu (Gísla Konráössonar) er
Vilhjálms ekki getiö aö öðru en því, aö þar er
sagt frá draumi einum, er hann dreymdi og æfilok-
llni hans. Er sú frásögn á þessa leiö: „Þaö var nú
a útmánuðum (1812), að fátækur bóndi einn á
Hellu, er Vilhjálntur hét og var landseti Péturs
prófasts, tók fáleika mikinn. Spuröi prófastur hann,
hvað olli og sagði hann honum um síðir, að hann
úefði dreymt draurn. — Honurn sýndist stóll í loft-
'nu, bera yfir Vatnsskarð; þótti honum maður
nokkur leiða sig út og sýna sér hann, en sá, sem
a stólnum sat, hafði vönd í hendi, stóð pottur undir
stólnum og dýfði hann þar í vendinum og hristi
siðan kringum sig. Þótti honum dropar hrjóta af
uni allar áttir. Þá þóttist hann spyrja, hvað slíkt
vneri, en sá, sem við hann mælti, sagði, að það
væri Guð, sem á stólnum sat; vöndurinn merkir
straff, en blóðið rnerkir dauða — því blóð þótti
honum hrjóta af vendinum. „Eg dey þá einnig“
þóttist Vilhjálmur segja, „því einn dropinn hraut
a mig“, en honum þótti vera svarað: „Far þú nú
lr,n! Tíðin er stutt, dauðinn er vís, eilífðin er löng“.
Siðan kvaðst hann vaknað hafa. — Næstu misseri
Var hart árferði, gekk þá og sótt nokkur og dóu
ulhnargir menn. Bar þá svo til einn dag, er Vil-
hjálmur gekk milli Hellu og Víðivalla, sem hann
atti oft vanda til, að hann hneig niður örendur, en
það var jafnlengdardagurinn frá draumnum."
A gömlum blaðaskræðum, sem eg komst yfir og
afritaði, og talið var, að væru með hendi Pét-
llrs prófasts, var frásögn um draum þenna, og var
hún mjög samhljóða því, sem hér er frá sagt. Virð-