Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 128
122
hann ]?á á fund Eyvindar, Höllu, Hjörts1 2) og Abra-
hams-) á Arnarvatnsheiöi. Er þá mælt, aS þeir hafi
or'Öi'Ö mjög djarftækir á fé manna um HvítársíÖu
og Húsafellsskóg. Þá bjó Snorri prestur Björnsson
á Húsafelli, hiÖ mesta karlmenni og haldinn fjöl-
kunnugur. Frá honum stálu þeir Eyvindur og Arn-
es geldri kvígu og nokkrum sauÖum. Er þá mælt,
aS prestur hafi gert sér för til þeirra, og hótaS þeim,
aÖ þeir skyldu allir teknir til fanga, ef þeir rýmdu
ekki af þeim slóðum, og það gerðu þeir, og flutt-
ust þá austur undir Hofsjökul eða Arnarfellsjökul,
en eptir aÖ hreysi þeirra fannst þar, varð Eyvindur
aÖ segja þeim félögum upp vistinni, og þá mun
þaÖ hafa verið, er Arnes flæktist norÖur í Húna-
vatnssýslu og hitti Sigvalda á Gilsstöðum, sem áð-
ur er getið, en loksins kom hann fram á Vestfjörð-
um, og bauðst þar til fjárgeymslu. Var það á bæ
nyrzt í Strandasýslu, og lézt vera vinnumaður úr
Múlasýslu, en þaðan heföi hann hrokkiö vegna harö-
æris með Abraham ættingja sínum, er þar var þá
með honum, því að báðir vildu þeir sarnan vera.
Kom þá Hjörtur þangað litlu síðar með Guðmundi
nokkrum Jónssyni, og mig minnir Þorsteini, sem
sloppið höfðu úr varðhöldum. Bóndi þáði tilboð
Arnesar, og gættu allir þeir kinda á 3 nærliggjandi
bæjum. Reru þeir þá ýmist til fiskjar eöa gættu fjár-
ins og smíðuSu húsgögn. Byggðu þeir þá tvídyraðan
skála þar í óbyggðunum nálægt almenningum, og
voru þar nokkur misseri. Bar það og við, að einn
þeirra færi í kaupstað, en með því að alstaðar var
1) Hann var IndriSason, ættaður af Eyrarbakka. Hon-
um er svo lýst, að hann hafi veriS hár maSur, þrekinn,
herðabreiSur, hraustur aS afli, rauSleitur í andliti.
2) Var Sveinsson frá Krossi i Haukadal í Dalasýslu.