Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 314
3°8
III.
Ættfræöingum kemur ekki íyllilega saman um
uppruna sira Sigmundar Steinþórssonar. Þó eru þeir
sammála urn Steinþór, fööur hans, aö hann hafi
verið Jónsson, en svo skiljast leiöir. Steinþór hélt
Miklabæjarstaö 1429—1430. Haföi hann verið einn
af sveinum Lofts ríka Guttormssonar, og fyrir hans
bænarstað veitti Jón biskup Vilhjálmsson Steinþóri
staöinn. Er talið, að Ásgrímur, sonur Steinþórs, hafi
verið J>ar djákn frá 1423, en hann var fyrrgreint ár
erlendis. Er líklegt, að Steinþór hafi þjónað þetta
eina ár á Miklabæ, og Ásgrimur tekið við embætt-
inu, þegar hann kom út hingað um vorið.
Óvíst er, hvar Steinþór1) hafðist við næstu árin.
en seinna bjó hann í Djúpadal og síðast á Þverá í
Blönduhlíð. Má vera, að hann hafi haft þar prests-
verk á hendi, því að þar var þá kirkjustaður.
Jósafat Jónasson ættfræðingur hefur leitt að því
nokkur rök, að Brandur Jónsson, lögmaður á Hofi
á Höfðaströnd, hafi verið bróðir Steinþórs, og fað-
ir þeirra, Jón, hafi búið á Hofi og verið Ketilsson.
Á þetta skal ekki dómur lagður, en líkindi eru til,
að þetta sé rétt (Sbr. D. I. IV. nr. 647 og 724).2)
Systkin Sigmundar, auk Ásgríms, voru Arnór,
1) Það er ákaflega hæpið, að liann sé sá Steinþór Jóns-
son, sem kemur við bréf 1467, þó að svo sé talið i Fornbr.s.
V. b., sjá registrið, því að þá ætti hann að vera urn ni-
rætt, miðað við aidur Ásgrims sonar hans.
2) Sbr. D. I. V. 825—27. Faðir Brands hefur venjulega
verið talinn síra Jón Pálsson á Grenjaðarstað, og svo tel-
ur Bogi Benediktsson, og er það í samræmi við Bisk. Bmf.
I. 686 (Sbr. Smævir I. 171). En Jón Pétursson telur þetta
óvíst (Tímarit Jóns Péturssonar 3. bls. 52 og Smævir I.
170).