Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 391
385
GuSmundur lögmaður hefir vafalaust kvænzt ætt-
göfugri konu, sýna glöggt, að Gróa hefir einmitt
verið dóttir Odds riddara (d. 1301), Þorvarössonar
hiröstjóra (d. 1296), Þórarinssonar frá Svínafelli
(d. 1239), Jónssonar yngra, Sigmundssonar. Flat-
eyjarannáll getur þess, að áriS 1394 hafi Oddur Sig-
urðsson veitt áverka GuSmundi Gizurarsyni (Klofa-
Gizurar?) milli jóla og föstu. AndaSist GuSmundur
af þeim áverka (eftir páska um voriö). Af nafni
Odds og föðurnafni mætti gizka á, aS hann hafi ver-
iS sonur SigurSar lögmanns, sonar Gróu Oddsdótt-
ur og Guömundar lögmanns úr HlíS. En ekki er
fleira sagt um Odd þennan. — Hugsast gæti,
aS þær ValgerSur kona (eSa móöir?) Gamla
Marteinssonar í LögmannshlíS (1390) og Þorgerö-
ur kona Jóns langs Björnssonar, sem veriö hefir
frændkona LögmannshlíSarmanna, hafi veriö dætur
Siguröar lögmanns á SilfrastöSum, einkum Val-
gerSur, — ef móSir Gamla Marteinssonar hefir ekki
veriö Hlíöverjaættar og frændkona Hrafns
lögmanns, sem ef til vill gat veriS dóttursonarsonur
Guömundar lögmanns og riddara í HlíS, SigurSs-
sonar lögmanns eldra þar. ÞaS er víst, aS Hlíöverja-
ættin var oröin fjöhnenn um 1400, bæöi í karllegg
og kvenlegg. Og enn í dag er hún fjölmenn, þegar
allur inn mikli ættbálkur, sem kominn er frá Jóni
Arasyni, er meS talinn. En sá ættbálkur nær á ýmsa
vegu, eöa einhvern veg, til langflestra Islendinga,
sem nú lifa, og mun héSan af endast á meSan ísland
er byggt þeim þjóöflokki, sem nú byggir þaö. ÞaS
er því ekki ófróSlegt aS vita nú, hver landnáms-
manna var forfaSir Jóns biskups í beinan karllegg,
og geta menn nú vitað, a'S þaS var Au'ðunn rotinn.
son Þórólfs smjörs, Þorsteinssonar skrofa, Gríms-
sonar kambans, er fyrstur byggSi Færeyjar, og til-
Blanda VT. 25