Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 364
358
leikurinn um dauöa jómfrú Schwartzkopf. Til mála
gæti komiö, eins og bent hefur veriö á, aö jóm-
frúin hafi íariö sér sjálf, annaöhvort af örvinglun
eða illgirni, en hvorugt virðist fá sta'Öizt. Apollonia
Schwartzkopf haföi að vísu tvisvar í vandræðum
sínum haft þaÖ á orði við Cornelius Wulff, að hún
myndi fyrirfara sér, en hann talaði um fyrir henni,
enda varö í hvorugt skiptiö af því. Það er nokkuö
örugg staðreynd, aö þeir menn, sem meö slíkar
bollaleggingar eru, koma þeim sjaldnast i fram-
kvæmd, en þaö virðist taka af skariö, aö síðustu
dagana, sem jómfrúin lifði, var hún að búast viö,
aö meö vorskipunum kæmi þá og þegar skipun kon-
ungs til amtmanns um að ganga nú að eiga hana,
og var hún meö fullu ráði í viötali við Cornelius
Wulff aö bollaleggja framtíðina út af því, en hann
svaraði: „Nú er ekki tími fyrir jómfrúna að hugsa
um giftingu, hér er vissulega ekki nerna fótmál
milli dauðans eg yðar.“ Það er ekki sennilegt, að
manneskja, sem hefði tekið inn eitur til þess að
fyrirfara sér, myndi tala svona.
Þá er að athuga, hvort nokkrar líkur séu á því,
að jómfrúin hafi dáið eðlilegum dauðdaga, enda
þótt hún kunni að hafa haldið, eða vilja að minnsra
kosti halda því á loft, að sér væri fyrirfarið á eitri.
Það gæti auðvitað átt sér stað, og athugandi er,
að sjúkdómslýsingarnar eru bæði ærið ófullkomnar
og auk þess að mestu eftir jómfrúna sjálfa. Móti
því virðist það þó mæla, að í þau skipti, sem jóm-
frúin veikist, er svo til fullupplýst, bæði með skýr-
um ummælum hennar og meira eða rninna loðnum
ummælum annarra, að það hefur gripið hana æsileg
sótt þegar eftir að hún hefur verið búin að taka
til sín fæðu, og að minnsta kosti í tvö skiptin ekki
af sömu tegund, og að í tvö skipti setur hún þetta í