Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 32
26
hreppstjóra á GeitaskarSi, en hjá honum var Dan-
íel ráðinn. Þetta kom sér vel fyrir þau Aguesi og
Daníel, því Agnes hafSi veturinn átSur veriS vinnu-
kona á Geitaskaröi, og höf'öu þau þá trúlofazt.
HvaÖ Daníel var lengi á Illugastööum, er óvíst,
en farinn var hann þaðan, er morÖið var framið,
og er þó ekki aö sjá, aö Siguröur stóri hafi þá enn
verið kominn í vistina.
Um haustið og veturinn vandi Friörik frá Kata-
dal aö staðaldri komur sínar á Illugastaði, enda
er skammt á milli bæjanna. Hvernig á þeim kom-
um hefur staðið, er ekki ljóst, því að fullur fjand-
skapur var meö þeim Friðriki og Natani, sem
síðar skal á vikiö, en eitthvað hefur hlotið að laða
hann. Það getur hafa verið ágirnd á peningum
Natans, sem almannarómur taldi rikan, það getur
hafa verið vilji til þess að sitja um tækifæri til þess
að klekkja á Natani, en það gæti líka hafa verið
hugur til Sigriðar Guðmundsdóttur, sem virðist
hafa verið allsnotur, þótt vitgrönn væri. Þetta sið-
ara er þó heldur ósennilegt, jafnvel þótt hann byði
henni eiginorð síðar.
Heimilisbragurinn hjá Natani virðist hafa verið
heldur ömurlegur. Það var ýmist, að húsbóndinn var
ekki heima, eða væri hann heima, var hann með
skammir og ónot við þær Agnesi og Sigríði. Voru
svo miki! brögð að því, að Sigríður, sem þó, að
því er hún sagði sjálf, bar hug til Natans, var að
hugsa um það, hvernig hún fengi kornið sér úr
húsum hans, en Agnes, sem var eldri og reyndari,
hafði sig einu sinni upp að Ásbjarnarstöðum, en
sneri þó aftur, og mun að því síðar vikið. Það
var þvi varla von á góðu á þessum bæ.
Sigríður Guðmundsdóttir var, svo sem sagt hef-
ur veriö frá, mjög handgengin Natani og sæng-