Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 361
355
valdiö dauöa hennar, og þykist lítiö hafa um þaö
heyrt talaö.
Var nú yfirheyrö Gunnhildur Hemingsdóttir,
vinnukona amtmanns, sem haföi stundaö jómfrúna
nótt og dag í veikindum hennar. Hún kvaöst ekki
vita tii þess, að jómfrúnni heföi veriö byrlaö eitur
eða aö neinn hefði veriö valdur aö dauða he.nnar.
Aö öðru leyti er vitnisburöur hennar allmikið á
reiki. Hún kveður Maren hafa framboriö og tilbúið
bæöi vöflur þær og grautinn, sem um ræðir, og
segist vita til, aö Maren hafi bragöað á grautnum, en
ekki viti hún hinsvegar til, aöMaren hafi orðið veik.
Nokkru seinna segir hún þó, aö Maren hafi að vísu
orðið veik eftir grautinn, en ekki af honum.Um hæn-
una, sem sálaöist, segist hún vita, aö svo hafi farið,
en ekki viti hún til, aö þaö hafi oröiö af grautnum.
Hún segir, að jómfrúin hafi aldrei nefnt við sig. að
sér hafi verið byrlað eitur, heldur hafi hún sagzt
þjást af ákafri hitasótt og harðlífi og síöast veiki,
sem hún hafi nefnt drottningarveikina, og sagðist
hún mundu komast á fætur, en síðar segir Gunn-
hildur, að jómfrúin hafi nokkrum sinnum sagt sér,
aö henni heföi verið byrlað eitur, og hafi hún þá
lika sagt, aö það hafi kerlingin gert, en ekki kveðst
hún hafa hugniynd, við hverja hafi verið átt meö
því. Þetta vitni varö því tvísaga, og er síður en svo
heppilegft fyrir málstaö þeirra Hólmsmæögna og
amtmanns, sem hún virtist þó vilja styðja. Nú voru
þau Niels Kiær og kona hans áður búin að votta um
útlit líksins, og skilur maöur þá, að þessi stúlka er
um þaö spurö af Jóni Þorsteinssyni, verjanda
Hólmsmæögna. Segir hún likama jómfrúarinnar
lífs og liðinn hafa verið sem á ööru sóttveiku og
sóttdauðu fólki, og sérstaklega tekur hún það fram,
23*