Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 219
213
unar fyrir þau, og er því tiltekiÖ í dóminum, aÖ
vegna æsku þeirra, er þau lentu í glæpnum, og sak-
ir þess, hvatS þau hafi þá veriÖ „bæÖi vanvitug, þá
skal sök þeirra allra undirdánugast refererast (þ. e.
lögð fyrir) hans majest. (þ. e. konung) það fyrsta
ske kann, og á meðan hans majest. allranáðugasta
resolution (þ. e. úrskurður) er ei þar upp á fengin,
skulu þau haldast sem fangar greinds sýslumanns
(Wium), og ei afhendast til lífláts í böðulsins hend-
ur“. Þar með er fyrra blóðskammarmálið úr sög-
unni, því seinna náðaði konungur þau af því broti.
Nú er ekki úr vegi að renna augum yfir það,
sem vitanlega hefur gerzt i málinu, og yfir aðstöðu
Wíums, og reyna að ráða í það, hver gæti verið
sannleikur málsins. Það er tvennt til, að Wíum hafi
verið sekur, eða að hann hafi verið sýkn. Margt
bendir til, að hann hafi verið sekur. Allar vífilengj-
ur hans um að koma með Sunnefu — ekki með
Jón, sem er eftirtakanlegt — til þings, og ófýsi
hans sjálfs á að sýna sig þar, þó að hann, ef til
vill, hafi haft afsökun 1742. Ekki dregur dómurinn
yfir þeim systkinum, þegar Wíum dæmdi þau til
dauða, eins og undirbúningur hans virtist hafa ver-
’Ö, þegar hér var komið sögu, að neinu leyti úr
þeim grun, sem, að því er virðist, hvíldi á Wíum
siðan 1741. A móti grunsemdinni mælir ekkert, nema
strokutilraun Jóns Jónssonar vorið 1743 og embætt-
isstaða Wíums, og sú ábyrgðar- og siðferðistilfinn-
'ng, sem átti að mega vænta hjá honum. Hafi Wí-
um verið sekur, er auðséð, hvað fram hefir farið.
Wium hefur til þess að losna úr þeim vandræðum,
sem hann hlaut að hafa af barneign sinni með Sunn-
efu, talið þau systkini á að játa á sig síðari barn-
Ngnina, „því þetta brotið væri ei verra en það