Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 168
mundur í Ásum er ofar foldu.“ Gu'ðmundur fékk
orð fyrir að vera kvenhollur.
Svanhildur Gísladóttir giftist Jóni Bjarnasyni,
Ormssonar í Sviðugörðum. Reistu þau bú í Kolsholti.
Gestur Gíslason byrjaði að búa á Hæli 1840 og
tekur þá við jörðinni úr höndum móður sinnar.
Dvaldist hún hjá honum þar til hún dó 28. ágúst
1859, þá fullra 90 ára. Ingveldur og Gestur giftust
1841. Þau eignuðust tvo sonu. Gísla, er fæddist 1841,
en dó ungbarn, og Einar, er fæddist 15. október
1843. Konu sína missti Gestur eftir stutta sambúð,
hún dó 1851, 37 ára. Gestur var nafnkunnur mað-
ur fyrir orðheppni og einurð, hver sem í hlut átti.
Hann var mikill maður vexti, vel vaxinn, hærður
vel, skarpleitur í andliti, fölur í kinnum, nefið frem-
ur stutt, en digurt, lítið eitt hafið upp að framan,
brúnamikill, gráeygur, og var sem tindraði úr aug-
um hans, er honum rann í skap. En væri hann í
hóp barna, skein úr augum hans gleði og mildi, því
að hann var mjög barngóður. Gestur var léttleika-
maður á yngri árum. Einar sonur hans sagði þeim,
er þetta ritar, að hann hefði leikið sér að þvi að
hlaupa yfir öxl á stórum mönnum, þannig að tveir
menn stóðu samhliða og héldu höndum saman jafn-
hátt öxlum, og hljóp hann svo yfir handleggi þeirra
á jafnsléttu. Fyrst, er ég man eftir Gesti á Hæli,
var í erfidrykkju eftir afa minn, Ólaf Árnason í
Háholti, næsta bæ við Hæl. Það var árið 1871-
Þá var ég á 7. ári. Gestur var einn af líkmönnum.
Boðsgestir sátu í skemmu. Var hún klædd innan
með brekánum, alla vega skjöldóttum. Gestur sat
fyrir stafni, innst í skemmu, og við hlið hans síra
Jón Högnason, prestur að Hrepphólum — þangað
á Háholt kirkjusókn —, en við hlið séra Jóns Högna-
sonar sat séra Jón Eiríksson, prestur að Stóra-