Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 221
215
efa kenndi sýslumanni barniÖ, að bæði hlyti málið
að frestast afar mikið — sem var systkinunum í
vil, ef sek voru — og eins gæti svo farið, að Wíum
gæti ekki hreinsað sig. Svo gætu og óvinir hans
hafa lofað systkinunum að gera sitt til að draga
rnálið, og eins, að þeim yrði sýnd öll sú linkind,
sem hugsast gæti. Hafi þetta verið svo, ber saga
málsins um næstu 8 ár það með sér, bæði að lof-
°rðin um dráttinn voru dyggilega efnd, svo og það,
hvar óvina Wíums var að leita, svo sem frásagan
mun bera með sér. Og að því er til linkindarinnar
kemur, voru þau systkin, svo sem tekið hefur ver-
■ð fram, tafar- og skilmálalaust náðuð af fyrra
brotinu. Þegar Wíum í varnarskjali sínu 27. júlí
*754 minnist á, hve linkind sú, er þeim systkinum
hafi verið sýnd í varðhaldinu, hafi verið ótrúlega
mikil, segir hann: „Kunna þeir, er í hlut eiga (þ. e.
Wíum sjálfur), að innbyrla sér, nær fangarnir eru
svo lausir og liðugir, að þeir séu upphvattir af
óðrum að standa á sinni vonzku, og forsikkraðir
1 svo máta um gott útfall sinna málefna, hvað ég
°g hefi því miður mér í huga leitt, getandi ekki
þenkt, að annars mundu þeir sýslumenn, hjá hverj-
Um þessir delinqventer hafa verið niður settir, hafa
vogað að láta þau svo ganga laus og liðug, sem
frí menn“, og þar hefir hann rétt fyrir sér. En
hvort sem nú Wíum hefir verið sekur eða sýkn, er
oefanlegt, að óvinir hans — og þeir voru margir
~ý~ hafa verið þarna á ferðinni, enda stendur ekki
htið til í fyrstu.
Viku eftir að lögþingisúrskurðurinn féll, eða 24.
Julí 1743, skipar amtmaðurinn, jústitsráð Lafrenz,
tveim lögréttumönnum að færa Sunnefu af Þing-
voHum til Jóns Oddssonar Hjaltalíns sýslumanns á