Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 392
í\U\-vn
386
báSu Færeyingar Grím Kamban sem guS, eftir að
Grímur var dauður, vegna vinsælda hans.
ÁSur en ég skil viS HlíSverjaættina, skal þess
getiS, aS ein af hingaS til ókunnum dætrum GuS-
mundar lögmanns, og þá sjálfsagt Gróu Oddsdóttur
konu hans, hefir veriS: Halldóra Guðmundsdóttir,
kona Eiríks í AuSbrekku í Hörgárdal (c. 1350), ís-
leifssonar, ef til vill Þorvaldssonar, Klængssonar,
Teitssonar lögsögumanns, Þorvaldssonar í Hruna,
Gizurarsonar. Eiríkur ísleifsson seldi AuSbrekku
Ólafi Vigfússyni (án efa Þorvaldssonar, Geirsson-
ar au'Sga) fyrir OngulstaÖi og lausafé, og sam-
þykkti söluna Halldóra GuSmundsdóttir, kona Ei-
ríks. Þetta hefir gerzt nálægt 1355, því aS Eyjólíur
Arnfinnsson eldri (á UrSum), faSir Þorsteins lög-
manns, er sá leikmanna, sem er fyrstur vottur kaups-
ins1) og Ólafur Vigfússon, sent kaupir, var alls ekki
sonur Vigfúsar prests Þorbjarnarsonar úr Odda,
heldur hefir Ólafur þessi veriS faðir Jóns illa (Ó-
lafssonar), sem seldi AuSbrekku Gunnari Pétúrssyni
1) Cand. mag. Jón Jóhannesson hefir bent mér á, að
bréf þetta (D. I. IV, nr. 482, bls. 435—6), sem útgefandi
Fornbr.s. (J. Þ.) hefir þar árfært „um 1430—1440“ sé miklu
eldra en svo, eins og bréfið líka 'ber með sér, borið saman
við yngri bréf, er snerta Auðbrekku, og svo allt form þess
og mannanöfnin. Séra Bergur Þorvaldsson þar mun sonur
Þorvalds Geirssonar. Ásgrimur Bjarnason er faðir Espihóls-
Bjarna, er átti hluta í Grundarrekum til 1390. Magnús,
Jón og Þorfinnur Illhugasynir, er hlut áttu áður i Auð-
brekku, hafa líklega verið bræður Helga Illhugasonar (bréf
1374: D.I. III, 281—285), kannske dóttursynir Þorsteins
Geirssonar í Auðbrekku. Guðmundur lögmaður, faðir Hall-
dóru, hefir liklega keypt sumt í Auðbrekku af börnum
Þorsteins Geirssonar frænda sins, föður Geirs á Seylu
og Helga (og Eiríks? — er veginn var 1347)-