Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 375
369
HerriSarhóli í Holtum. Siguröur kaupir jöröina af
Guðna, ásamt þeim húsum, er hann átti á jörðunni.
Kaupverðið var 7500 krónur. Sigurður var sonur
Daníels bónda í Kaldárholti í Holtum, Þorsteins-
sonar, bónda s. st., Árnasonar s. st., Þorsteinsson-
ar s.st., Gislasonar í Sumarliðabæ i Holtum, er kom-
inn var í beinan karllegg af Torfa í Klofa. Kona
Sigurðar var Valgerður dóttir Þórðar bónda í
TraÖarholti í Flóa, ÞorvarÖssonar bónda á Kalastöð .
um á Stokkseyri, Hallgrímssonar á Efra-Velli í
Flóa. Var hann ættaður austan úr Landeyjum.
Brátt áunnu þau hjón sér traust og virðingu veg-
farenda, engu síður en fyrirrennarar þeirra. Voru
nú húsakynni allgóð. Árið 1910 voru tvö hús á
„Hólnum“, steinhús og timburhús, og auk þeirra
næg peningshús. Ef dærna skal eftir jarða- og húsa-
mati, þá hefur Sigurður verið mjög stórvirkur.
Árið 1922 er landverð Kolviðarhóls krónur 3400
og húsaverð krónur 3S00, en árið 1932 er landverð
krónur 4000, en húsaverð er þá krónur 50600, og þá
er töðufall 230 hestar. Sigurður mun hafa fengið
hæstan styrk af opinberu fé af þeim gestgjöfum,
sem á Kolviðarhóli hafa verið, en sá styrkur var
ekki talinn eftir af vegfarendum, því að til Sigurð-
ar kom margur, sem ekki gat borgað fyrir sig, en
naut samt gestrisni þeirra hjóna. Svo mun og hafa
verið hjá fyrirrennurum Sigurðar, þeim Jóni og
Guðna, að til þeirra kom margur, sem ekkert gat
greitt fyrir veittar velgjörðir.
Svo enda eg þessar línur með því að segja, að
Suðurlandsbúendur, ásamt Reykjavíkurbúum, eru i
mikilli þakkarskuld við þá menn, sem börðust íyrir
því, að svo veglegt hús var byggt á Kolviðarhóli.
að ntenn gátu búið í því, og þá ekki síður í þakk-
arskuld við þá þrjá búendur á Kolviðarhóli, Jón,
B'arcda VI. 24