Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 131
125
Ur að sjá. Hljóp Arnes nú á leið eptir Páli, þótt
litt fengi hann áfram komizt berfættur og hungr-
aður. Páll sá til ferða mannsins og stöðvaði hest
S1nn, en er Arnes átti snertuspöl lítinn að honum,
dignaði hugur hans, er hann sá manninn bíða. Sá
Páll þá gerla, hversu Arnes var við kominn, kenndi
1 brjósti um hann, leysti til ferðatösku sinnar, og
kastaði niður nokkru af nesti sínu, tvennum sokk-
nnr og leðurskóm nýjum, og reið síðan leið sína,
an þess að mæla við Arnes. Varð Arnes þessu afar-
feginn, sem von var, og kvað sér hafa fengið all-
niikils góðverk það, er hann hafði farið að Páli
með illum hug, og lagkníf í ermi sinni. En Páll gat
siðar um við kunnmenn sína, að hann hefði fundið
Arnes, því hann þekkti hann gerla, og víst mundi
Páll þá hafa átt alls kostar við hann, nema góðleiki
gengi honum þá til, því satt er það, að Páll bar af
Óslands Þorfinni1) að norðan, er hann sat fyrir
ferðamönnum á Hellisheiði. Lék Páll þar Þorfinn
afarharðlega, þótt hann væri bæði rnikill og sterk-
Ur> og bað hann segja svo síðan þeim, er hann hitti,
að hann hefði fundið litla Pál í Úthlíð.
Það sagði Arnes ennfremur Guðmundi Núpssyni,
að einn vetur hefði hann verið í Ódáðahrauni, hefði
verið að skyggnast þar um og rekizt þá á kotbæ
einn þar i hrauninu, hurð staðið í hálfa gátt og
hann gengið inn og séð gjafvaxta stúlku sjóða þar
silung i potti, þótzt vera förumaður og baðst þar
gistingar. Var þar í öðrum kofa maður og kona
v'ð aldur, og leyfðu þau gistinguna, en um kveldið
:) þ. e. Þorfinnur Þorláksson, kallaður „bóndi“ af yfir-
'sti sínu og mikilmennsku gorgeir. Var annars hraustmenni.
niðursetningur á Siglunesi nyrðra 30. ágúst 1819, tal-
*nn 78 ára.