Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 388
3§2
ekki átt börn meö Steinþóri, þótt hún hafi ef til vill
gifzt honum litlu eftir 1432.
Þessi börn Siguröar lögmanns og liklega konu.
hans, Sólveigar Magnúsdóttur, Brandssonar, þekkj-
ast af samtíða gögnum:
Árni, GuÖmundur, Ólafur, Magnús prestur og Þor-
geir og Halldóra. Árni og Guðmundur og Halldóra
nefnast í Ártíðaskrám, bls. 163. En prestarnir Árni
og Ólafur, sem létust 1380, samkvæmt Gottskálks-
annál, eru aÖrir Sigurðssynir, og óvíst, hvers Sig-
urðar. Guðmundur „bóndi“ Sigurðsson dó 25. SepG
1380. Hann hefir átt Guðrúnu dóttur Gunnlaugs Sí-
monarsonar (Árt.skr. bls. 160, 161); þeirra son hefir
verið Gunnlaugur sýslumaður, faðir Teits ríka í
Bjarnanesi. Gunnlaugur átti Herdísi Þorgeirsdóttur,
og hefir hún verið dóttir Þorgeirs í Haukadal Egils-
sonar, Jónssonar murta skálds, Egilssonar í Reyk-
holti, Sölmundarsonar. Móðir Herdísar mun hafa
verið Sólveig (d. 1375) systir Jóns, Teitsdóttir (d.
1371), Guðmundssonar prests í Hornafirði (1316),.
Hafur-Teitssonar, Hallssonar, líklega launsonar
Teits á Hofi í Vopnafirði, Oddssonar prests, Giz-
urarsonar, Einarssonar, Þórissonar, Skegg-Brodda-
sonar. Einar Þórisson hefir verið stjúpsonur Giz-
urar biskups ísleifssonar og er rangt að telja Gizur
Einarsson sonarson Sörla Brodd-Helgasonar, sem
Guðbrandur Vigfússn hefir viljað gera. Framætt
Teits ríka hefir hér til verið lítt kunn.1)
1) Svo er að sjá, sem Gunnlaugur, son Teits ríka (laun-
getinn) hafi komist að Stórólfshvoli, vegna frændsemr
við Rangæinga, þeirrar, að Herdís móðir Teits (amma
Gunnlaugs) hafi verið systir Guðmundar tafs (tafurs, tarfs)
er lézt 1404, föður Sölmundar ríka í Teigi og Einars,
„Tafssona". Herdís hefir þó ekki verið alsystir Guðmund-
ar tafs né séra Orms á Gnúpi Þorgeirssona. Móðir þeirra