Blanda - 01.01.1936, Blaðsíða 260
254
um bil 1760, umkomulaus og fátæk vinnuhjú, frá
Eyjólfi Jónssyni á Ásbjarnarstöðum. Var þá ei bu-
stofninn nema kúgildin og einn hestur. ÁrferSiÖ
haf'Öi veriÖ og var enn hart og notalítiÖ til lands
og sjóar. Áttu þau í fyrstu næsta örðugt með flest,
er horfði til lífs og blómgunar. En af sérlegri hag-
sýni, sparsemi og forsjálni, og af þvi hann var þa
á ungum árum, aðfarasamur til lands, búhagur a
tré og járn, lika upp á húsa og jarðarrækt, líka
því hann leitaðist viÖ manna helzt að fá not af kúm,
og lukkaðist það, þá smám saman lifnaði hann svo
við, að þau liðu ei þaðan af skort mikinn. Jörð
þessi, Sleggjulækur, var þá í níðslu, og enginn
mundi annað en þar hefðu verið ónytjungar og aum-
ingjar; undan henni gengið engi og laxveiði, sem
hann kom hvorutveggja undir aftur. Annars var
hann alla sína daga orðlagður laxveiðimaður, og
trú á, að væri hann í för með, mundi veiðast, hvar
fyr var tilreynt, því hann var þar til sérlega slyng-
ur og nærgætinn.
Hann húsaði allan bæinn og jarðarhúsin, lagði
30 faðma langa grjótbrú yfir lækinn, sem aldrei var
byrjað fyrri, og flutti grjót feiknastórt úr fjallinu
þangað, sem mörgum, er séð hafa síðan, þykir þrek-
virki. Hann viðrétti túnið, sem hann kunni, sléttaði
nokkuð og varði vel. Sérdeilis aðgætti hann í öll-
um sínum búskap veðurlag á öllum ársins tímum
og vetrarfar til þess að setja ekki of mikið á hey
á haustum, hvar fyrir hann missti aldrei úr meg-
urð skepnur sínar, þó aðrir töpuðu; hafði þær al-
tíð heldur fáar. — Með allt þetta hélt móðir mín
i hönd með honum vel, svo að lukkaðist. Þau áttu
5 börn, hverra tvö dóu kornung, en Jón, Grímur
og ég lifðum. Bæði þau voru svo vel trúuð, að